Ég er mikill áhugamaður um Mixed Martial Arts og ég þyki ágætlega fróður um þetta sport. Auðvitað er alltaf til einhverjir sem vita meira en ég er einn af þeim sem blaðra mig ekki í kaf.
Málið er að ég fékk hugmynd í dag, sem mér langar virkilega að framkvæma. Ég var að skoða www.bumfight.com í dag og þar eru götuslagsmál og fleira tekin upp á vídeó og boðin til sölu á netinu. Einhver ríki í USA hafa bannað þetta efni en þetta er ennþá til staðar og mennirnir á bakvið batteríið eru búnir að selja milljónir eintaka.
Ég er ekki með það á hreinu hvernig lögin eru í sambandi við svona efni en það er greinilega erfitt að stoppa ‘slagsmála’ tengt efni á netinu. Þrátt fyrir að það sé löglega dreift.
Margir góðir “fighterar” leynast hérna á landinu. Veit ég um nokkra júdómenn, tae kwon do, kickboxerar, karate, bjj og boxara sem eru mjög færir. Einnig veit ég til þess að sumir hafa reynslu úr einhverjum af þessum upptöldu íþróttum.
Mér langar að búa til þátt sem yrði einungis sýndur á netinu, tíu manns á hvaða aldri sem er í hvaða þyngdarflokki sem er (ef ég myndi fá nóg af mönnum væri hægt að skipta þessu í þyngdarflokka) til að keppa um titilinn “The Iceland Ultimate Fighting Champion”.
Veglaun verðlaun yrðu til boða, pro dómari á staðnum og allar græjur í kringum það. Væri sennilega hægt að bera þetta saman við UFC þegar þeir hófu heimsreisu sína árið 1992 þegar Royce sannaði mátt Jiu-jitsu manna. Eflaust gæti þetta þeytt sigurvegaranum áfram, jafnvel út fyrir landsteinana. Reglurnar yrðu svipaðar og í UFC í dag og sömu grifflur.
Ég vildi bara tjekka á púlsinum hérna hvort þetta væri hægt á litla Íslandi, þetta er allt enn á byrjunarstigi en margir hafa sýnt þessu áhuga. Mér hefur verið sagt að margir góðir bardagalistamenn dundi sér hérna í frístundum á milli æfinga.
Þeir sem hafa áhuga á þessu, hvort sem það er að keppa eða taka þátt í þessu að einhverjum hluta meiga endilega senda mér skilaboð.
Ég mun ekki svara neinum kommentum og læt ykkur eiga eftirmálin. Ef þetta ratar ekki inn sem grein væri ég ánægður að fá þetta sent á korkana.
Með fyrirfram þökk