(þetta er stækkuð og endurbætt útgáfa af pistli sem að ég skrifaði á gamlan kork í gær, en þar sem fæstir lesa korka sem dottnir eru af forsíðunni, og mér lá meira á hjarta en komst þægilega fyrir þar. Einnig langar mig í aðeins fleiri stig. :)

Hér um daginn var mér bent á að ný bardagalist væri hugsanlega á leiðinni til íslands, og væru uppi einhver áform um að kenna hana í Pumping Iron. Þar sem ég er að eðlisfari afar forvitinn maður þá skellti ég mér á netið og googlaði aðeins. Það leiddi mig inn á heimasíðu evrópska Wing Tsun sambandsins www.ewto.com. Það sem ég sá þar fékk mig til að hlæja og gráta í senn, og skemmti ég mér konunglega yfir herlegheitunum.

OK. Yfirleitt er ég ekkert að hrauna neitt mikið yfir bardagalistir sem að ég æfi ekki, læt þær bara í friði eða ræði kosti þeirra og galla í rólegheitum. En Wing Tsun er svo mikið endemis bull og þvæla að annað eins hef ég bara ekki séð, og get ég ekki lengur orða bundist um nákvæmlega hversu lélegt það er. Þessi grein móðgar örugglega einhverja, en skítt með það. Tekið skal fram að þrátt fyrir að ég sé ekki beint hrifinn af öðrum kung-fu stílum þá beinist eftirfarandi reiðilestur eingöngu að Wing Tsun sambandinu undir forystu Leung Ting.

Wing Tsun er e.k afbrigði af Wing Chun Kung Fu sem að einhverra hluta vegna er orðið afar vinsælt í Þýskalandi(go figure). Það er, eins og flest öll afbrigði Kung Fu ekki lifandi bardagalist, þannig að sparring er í algeru lágmarki og menn æfa dauð munstur, ákveðin viðbrögð við ákveðnu áreiti.

Svosem allt í lagi NEMA hvað þeir telja sig geta kennt þér að verjast ekki bara einum árásaraðila heldur tveimur, þremur, mönnum með flöskur, kylfur, sverð, hnífa, skotvopn o.s.frv…..hver heilvita maður sem einhverntíman hefur þurft að takast á við einhvern sem streitist á móti, þó ekki nema í gamnislag, og rennir í gegnum vídeoin sem að eru til sýnist á síðunni http://www.ewto.com sér undireins að hér er í gangi ein allsherjar matrix-asíu-crouching-tiger-hidden-dragon-rúnkfantasía. Þessi Leung Ting gaur fær menn til að “ráðast” á sig úr ýmsum áttum(en samt bara úr fyrirfram ákveðnum áttum) og svo um leið og hann snertir þá þá verða þeir að spaghettíi í höndunum á honum. Ekki útaf því að hann er svo góður, heldur þá einfaldlega lyppast þeir niður ÁÐUR en að lásinn/kastið/whatever er farið í gang, af þeirri einföldu ástæðu að sýningin gengi bara ekki upp öðruvísi. ÞETTA VIRKAR EKKI ÁN SAMVINNU ANDSTÆÐINGSINS. Og hvenær réðst maður á mann síðast án þess að streitast á móti? Skoðið vídeoin vel og vandlega, og það sést greinilega að hinir svokölluðu árásarmenn “selja” höggin eins og það kallast í WWE fjölbragðaglímu, þ.e þeir kippast við og gera allt sem þeir geta til að láta Leung Ting líta vel út þó svo að hann sé bara gigtveikur fimmtugur kínverji sem engan getur unnið. Ef eitthvað væri varið í Wing Tsun væri þá ekki gáfulegra að láta einhvern aðeins sprækari nemanda sýna tæknirnar gegn andstæðingum sem allavega reyna aðeins meira? Nei. Það er nefnilega ekki hægt því að þá myndi bara ekki nokkur lifandis maður kaupa þetta rugl því að ekki eitt einasta bragð af þeim sem ég hef séð frá þessum rugludöllum gengur upp við lifandi aðstæður.

Höfuðpaur þessara samtaka er kínverji að nafni Leung Ting sem að hringdi einhverjum bjöllum í höfðinu á mér, fannst ég kannast við kauða…svo ég skellti mér á www.imdb.com og viti menn, Leung Ting er gamall afdankaður Hong Kong “choreographer” og tók þátt í að gera myndir á borð við 5 Deadly Venoms og Invincible Shaolin. Ekki beinlínis það sem maður leitar eftir fyrir praktíska sjálfsvörn. Það sem verið er að bjóða upp á hérna eru hreinar og klárar bíómyndabardagalistir, EKKI sjálfsvörn. Helsta afrek Leung Ting er að hafa lært hjá sama Wing Chun kennara og Bruce Lee, Yip Man, og er algerlega horft framhjá því að Bruce henti flestu að því sem hann lærði hjá Yip Man út úr Jeet Kune Do eftir að hann kom til bandaríkjanna, og hefði örugglega hent fleiru ef að honum hefði enst aldur til.

Menn geta spurt sig, hversvegna ertu að stressa þig yfir þessu? Er það ekki bara einkamál hvers og eins hvaða bardagalist þeir stunda, menn vilja bara kannski komast í form, osfrv, blablabla….jú, yfirleitt er það, en Wing Tsun samtökin eru MUN verri heldur en margar af hinum hefðbundnu austurlensku bardagalistum vegna þess að markhópur þeirra er fyrst og fremst fólk sem vill læra að verja sig á götum úti. Öll þeirra markaðsetning beinist að þeim sem finna fyrir óöryggi og vilja læra að verja hendur sínar, öðruvísi en t.d Aikido sem að snýst meira um andleg málefni og friðsamlegar lausnir. Þeir beinlínis segja það á auglýsingaplakötum og vefsíðunni sinni að menn séu færir í flestan sjó eftir að hafa stúderað Wing Tsun. Sem að er hreint og klárt kjaftæði.

Þegar menn reyna að telja fólki trú um að geta kennt þeim vörn gegn mjög hættulegum árásum, t.d gegn vopnum eða mörgum andstæðingum og svo kennt þeim bara tóma bíó-steypu þá eru menn komnir út á mjög hálan ís. Margt sem ég hef séð í minni yfirferð um http://www.ewto.com er beinlínis hættulegt og tel ég að menn væru betur settir með ENGA bardagalistareynslu frekar en að reyna að nota þau brögð sem hér er verið að sýna.

Saklaust, auðtrúa fólk getur tekið mjög svo rangar ákvarðanir við aðstæður upp á líf og dauða útaf því að þeir tóku þessa menn trúanlega.

Nokkur eðaldæmi af þessari mjög svo súru síðu: ATH! Utanlands download.

Leung Ting sýnir vörn gegn handleggslás aftanfrá.

http://www.wingtsunwelt.com/german/videos/media/ggm/leungting_03.mpg

Vörn gegn kyrkingu standandi.

http://www.wingtsunwelt.com/german/videos/media/ggm/leungting_01.mpg

Viðbrögð gegn árás með kylfu. Greinilega gert ráð fyrir að viðkomandi sé hreyfihamlaður mongólíti með lélegt fjarlægðarskyn.

http://www.wingtsunwelt.com/german/videos/media/ggm/leungting_06.mpg

Þetta á víst að vera vörn gegn árás með bjórflösku, en….nei ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera grín að þessu, þetta video dæmir sig algerlega sjálft.

http://www.wingtsunwelt.com/german/videos/media/ggm/leungting_07.mpg

Vörn gegn tveimur “árásarmönnum”. Þessir árásarmenn virðast vera undir áhrifum kannabisefna, eða hugsanlega valíum.

http://www.wingtsunwelt.com/german/videos/media/ggm/leungting_10.mpg

http://www.ewto.com er snilldarsíða ef þú vilt kanna nákvæmlega hverju lágt bardagalistir geta lagst í hræsni, óraunveruleika og peningaplokki. Mér verður nánast óglatt við tilhugsunina um að þetta drasl sé hugsanlega á leiðinni til landsins. Og hananú.