Sælir hugarar,
Þetta er fyrsta greinin sem ég sendi inn á þetta
áhugamál þar sem ég hef ekki verið mikið inní bardagalistum. Finnst þó gott að lesa greinar á
áhugamálinu þar sem margar hverjar eru býsna góðar og hef ég verið að fá meiri og meiri áhuga á bardagalistum uppá síðkastið.
Ég var bara að velta fyrir mér hvernig ykkur litist
á þetta sem hún Inga Rut er að gera í Kína. Hún er
þar í shaolin martial arts skóla að gera ágætis
hluti og það sem ég hef lesið um þetta virðist
þjálfunin þarna vera ágætlega hörð. nemendur byrja daginn kl:5:30 á morgnanna og þá er hlaup upp og niður fjöll fram að hádegi, þó með pásum og annars konar þjálfun inn á milli. Þarna er hún Inga og aðrir nemendur að æfa með sverð og spjót m.a. og læra ýmsar æfingar sem eru víst ólöglegar
hér á landi, las það í Fréttablaðinu (06.08.05).
Ég var svona að pæla hvort að einhver ykkar hafið
æft eithvað af því sem er kennt í þessum skóla
og jafnvel fá álit ykkar á því sem ykkur finnst
um þá bardagalist. Einnig hvað ykkur finnst um
að skella sér í svona ævintýri.
Heimasíða skólans er http://www.shaolins.com og
fyrir þá sem vilja lesa meira um Ingu og hvernig
henni gengur þarna úti bendi ég á blogg-síðu
hennar: http://www.folk.is/inga_rut/
Einnig er hægt að lesa greinina sem birt var um
Ingu í 205.tölublaði Fréttablaðsins (06.08.05).
Þakka lesninguna,
NoManace