Frétt frá www.taekwondo.is.
_______________________________________

Bráðabani, hluti af nýju reglunum

Bráðabani og styttri bardagatími er eitt af því sem tekið verður upp í Madrid nú á dögunum. Þetta er eitt af mörgum nýjum atriðum í keppnisformi í taekwondo sem tillögunefndin kom með.

The Executive Council af World Taekwondo Federation samþykkti breytingartillögur nefndar, sem uppfærði keppnisreglur í taekwondo.

Nú þegar hefur verið valið að taka hluta nýju reglanna í notkun á heimsmeistaramótinu sem fram fer í apríl í Madrid, Spáni. Meðal annars verður styttri bardagatími fyrir karla ásamt bráðabana. Í stað þess að tíminn sé 3x3 mínútur, þá verður hann 3x2 mínútur. Bráðabani fer þannig fram, að ef bardaginn er jafn að keppnistíma loknum, er bardaganum haldið áfram þar til annar hvor hefur skorað stig og vinnur þar með bardagann.

Í nýju tillögunum er einnig tillaga um að minnka bardagagólfið úr 12x12m í 10x10, þ.e.a.s. um einn meter frá öllum hliðum.

Fjórir hornadómarar verður einnig skylda með nýju tillögunum, í stað þriggja eins og það er núna. Það liggur fyrir að hafa fjóra hornadómara í Madrid á HM, en það er ekki enn ljóst hvort að því verði.

Í tillögunni er mælst fyrir að allir keppendur noti hlífðarhanska og tannhlífar. Hlífðarhanskarnir eru aðeins til að koma í veg fyrir skaða, líkt og tannhlífarnar. Tannhlífar hafa ekki verið skylda samkvæmt reglum WTF, en hafa alltaf verið æskilegar.

Þá er einnig tillaga að högg með hnefa eða kýlingar gefi fleiri stig. Eftir reglunum í dag er nánast aldrei gefið stig fyrir að kýla, en þetta á að breytast og á að vera auðveldara að fá stig fyrir gott högg.

Aðrar tillögur nefndarinnar voru felldar eða settar til hliðar. Má dæmi nefna að tillaga um að keppendur væru með rafmagn í hlífunum sem tengdar væru við rafmagnstöflu, þar sem hægt væri að sjá þegar snerting væri ásamt því að keppendur þyrftu að vera í lituðum duboks, eins og rauðum og bláum, var ekki samþykkt.

Verkefni nefndarinnar var að koma með tillögur að betrumbótum fyrir íþróttina og að gera hana áhugaverðari fyrir alla áhorfendur, m.a. til að íþróttin fái meiri vinsældir í fjölmiðlum. Einnig var það verkefni nefndarinnar að koma með tillögur að bættum alheimssamskiptum og að styrkja WTF sem alheimssamband og styrkja tengsl WTF við öll landssambönd.

Nánari upplýsingar um verkefni nefndarinnar má lesa undir fréttinni: Ednurbótanefnd sett á laggirnar

Texti: Erlingur Jónsson