Björn Þorleifsson fékk gull á US Open Frétt fengin af Taekwondo.is.
______________________________

Björn Þorleifsson fékk gull á US Open

Björn Þorleifsson vann glæsilegan sigur á US Open. Björn vann alla sína bardaga og hreppti því gullverðlaunin á einu stærsta móti vestanhafs. Alls voru 30 keppendur riðlinum. Björn vann í allt 5 bardaga.
Mótið fór fram nú um helgina í Atlanta í Georgiu fylki í bandaríkjunum.

Björn mætti fyrst Tom Lynn frá Flórida, USA og vann hann þann bardaga 9(1)-5, en Björn fékk eitt mínusstig í þeim bardaga. Bardagi númer tvö var á móti Dominic Taylor frá USA, og vann hann þann bardaga létt 18(1)-7(1), Björn og Dominic fengu báðir eitt mínusstig. Í þeim þriðja mætti Björn, Seth Grossman frá USA og vann hann þann bardaga mjög öruggt 17(1)-4, en Björn fékk eitt mínusstig í þeim bardaga. Í undanúrslitum mætti Björn, Salim Oden frá USA og fór sá bardagi 9-6. Úrslitabardaginn var svo á móti Pacifico Laezza frá Ítalíu og fór sá bardagi 7(1)-4(1), báðir fengu eitt mínusstig.

Alls fóru fjórir þáttakendur frá Íslandi á mótið, þau Björn Þorleifsson, Auður Anna Jónsdóttir, Bjarni Óskarsson og Haukur Guðmundsson.

Haukur Guðmundsson stóð sig einnig vel og vann tvo bardaga í sínum flokki, en komst því miður ekki á verðlaunapall. Haukur vann Larry Lucas frá USA 5-3, og V. Capodanno frá USA öruggt 6-0. Haukur tapaði svo bardaganum á móti Leonardo Basile frá Ítalía 9-2, en Leonardo vann til gullverðlauna í sínum riðli.
Bjarni Óskarsson koms áfram í aðra umferð en tapaði síðan 11-8 gegn Russell Beneby frá flórida.
Auður Anna Jónsdóttir náðu því miður ekki að komast áfram eftir fyrsta bardaga.
Master Park fór sem þjálfari hópsins.

Nánari frétt mun koma frá mótinu þegar náðst hefur í Björn.

Heimasíða US Taekwondo Union: http://www.ustu.org/

Texti: Erlingur Jónsson