Hvað sjálfsvörn verður að innihalda svo sjálfsvörn megi kalla.
Nú hafa flest ,,sjálfsvarnarfélög´´ verið að kynna aðferðir sínar hvort sem það er kallað ju juitsu, tae kwon do eða karate o.s.frv. Allar þessar klassísku aðferðir selja út á það að maður fái þrek og læri aga en það sem skiptir mestu máli eða ætti að skipta mestu máli er sjálfsvörnin. Sem sagt að það sem æft er virki í raunveruleikanum en sé ekki ímynduð virkni sem flestir virðast ekki þekkja mun á. Þessi grein er til að greiða úr því fyrir ykkur hvað alvöru sjálfsvörn þarf að innihalda svo að hreinlega megi kalla sjálfsvörn.
No.1. þú verður að sannreyna aðferðina á móti aðila sem hefur aðra reynslu en þú og gefur mótspyrnu (fullcontact).
No.2. Ekki æfa bara spörk eða bara kýlingar eða glímu. Þú veist ekki hvaða mynd bardaginn kann að taka.
No 3. Æfðu raunhæfar tæknir sem eru einfaldar og munu virka í sjálfsvörn. Ekki eyðileggja fyrir með klassískum ónáttúrulegum hreyfingum, reyndu heldur að hafa þær lifandi og náttúrulegar. Það kemur fljótt í ljós hvaða tæknir munu virka um leið og þú sannreynir þær eins og kemur fram í no. 1.
Hér eru 3 staðreyndir sem fólk ætti að taka vel til greina en svo er það annað mál ef verið er að tala um sport eða hobbí. Ég er eingöngu að tala um sjálfsvörn og fólk ætti að vita muninn. Ef þessu er ekki fylgt þá er ekki um sjálfs vörn að ræða.
Egill Örn Egilsson
Sími: 698-8471
www.gella.is/scientificfighting.is