Ég var svo heppinn að vera einn af ótrúlega fáum þátttakendum í frábærum æfingabúðum hjá Matt Thornton helgina 21. og 22. ágúst. Þetta var stíft prógram í einhverja 13-14 tíma yfir helgina og verð ég að viðurkenna að það þurfti ansi mikin viljastyrk til að koma sér fram úr rúminu á sunnudagsmorguninn því að skrokkurinn vildi bara alls ekki meira, ég var gjörsamlega búinn en þar sem Matt er magnaður kennari og þetta verulega skemmtilegt þá mættu nú lang flestir á sunnudeginum (þó ekki alveg allir).
Matt kenndi eftir svokölluðu “Aliveness”. Alivness virkar þannig að hann byrjar á að kenna viðkomandi bragð, sýna hvernig það virkar og passa upp á að það geti allir framkvæmt bragðið. Þegar hann er viss um að allir séu með á nótunum taka menn svolítið á því og reyna að hindra hvorn annan í að ná því.
Matt gaf eiginlega skít í allar aðrar leiðir í æfingum og svaraði í raun þeirri spurning mjög vel sem ég spurði mig þegar ég byrjaði að æfa Japanskt (World) Ju-Jitsu mjög vel, virkar þetta?
Hans svar var blákalt NEI!
Í mínu sport eru æfingar svo til allar skipulagðar, “þú kílir með beinni hægri, ég blokkera svona og fer inn í svona kast”. Þegar ég byrjaði að æfa sem er í raun frekar stutt síðan þá spurði ég menn hér á Huga hvort svona lagað virkaði, ef ég man rétt þá töluðu allir um að það væri ótímabært að spurja svona strax ég myndi sjá að eftir ákveðin tíma væri líkaminn búinn að læra að nota þessar hreyfingar og þannig myndi þetta virka.
Matt var á því að þetta væri hreint kjaftæði og verð ég að viðurkenna að mín rökhugsun segir mér að það sé alveg rétt.
Hann tók dæmi um tennisleikara sem þarf að æfa bakhöndina, það hefur ekkert upp á sig að fara út í skúr og æfa bakhöndin 500 sinnum ef hann er ekki með bolta og meðspilara… common sens? Það sama á við um bragdagaíþróttir, hvað græðum við á því að gera æfingu/bragð á móti æfingafélaga sem leyfir manni að taka hana mótspyrnulaust?
Ég var spurður á námskeiðinu hvort ég ætlaði að hætta í World Ju-jitsu og snú mér alfarið að því Braselíska eftir þá útreið sem almennar bardagalistir fengu hjá Matt. Mér finnst engin ástæða til þess að hætta einhverju sem er skemmtilegt en menn verða samt að gera sér grein fyrir því að mjög líklega eru þeir að byggja sér upp svolítið falst öryggi. Ég fullyrði t.d. að ef að ég lenti í manni sem væri búin að æfa Braselískt Ju-jitsu í jafn langan tíma og ég hef æft World Ju-jitsu þá myndi hann salta mig og setja í tunnu. Ég hef aldrei tekið á því á móti alvöru andstæðingi. Þó maður kunni einhver brögð og tækni þá veit ég ekkert hvernig ég á að nýta mér þessa tækni þegar einhver svara fyrri sig.
Að lokum vil ég bara þakka Bjadna og Jóni Gunnari og þeim sem stóðu að þessu fyrir frábærar æfingabúðir og minna á að leyfa mér að fylgjast með þegar byrja að æfa eftir þessu kerfi.
Pétur Marel