Ég frétti af því fyrir tilviljun að Norðurlandamótið í júdó hefði farið fram fyrir viku síðan. Það virðist hafa átt sér stað í kyrrþey að ósk íslensku keppendanna. Þeir sem vilja minnast þeirra geta skoðað úrslitin á http://www.judokisa.net/

Skv. www.judoland.is fóru 15 íslenskir keppendur á mótið. Árangurinn er ein bronsverðlaun (Þormóður Jónsson í +100 kg). Ísland lenti í 6. og síðasta sæti. Þetta er versti árangur sem ég veit um síðan ég byrjaði að fylgjast með júdó.

Ég hef reyndar skýringu á þessu. Á síðasta áratug 20. aldar hófst mikil aumingjadýrkun meðal unglinga landsins. Það þótti fínt að vera hokinn og horaður með buxurnar á hælunum. Nú er hefur þetta fólk vaxið úr grasi og enginn tekur eftir neinu; það fyrirfinnast eintómir aumingjar. Það eru engin viðmið hérna innanlands önnur en náunginn. Náunginn er líka aumingi.

Svo versnar í því þegar farið er til útlanda. Aumingjaskapurinn er nefnilega ekki evrópskur staðall. Hann er séríslenskt fyrirbæri ásamt íslenska hestinum (aumasta hesti í heimi). Það sem menn áttuðu sig ekki á var að þeir voru ekki að fara á Norðurlandamót íslenska aumingjans,

þar sem keppt er við aðra aumingja sem hafa verið fluttir út. Þeir þurftu að etja kappi við erlenda gæðinga og því fór sem fór.

Nú er um tvennt að ræða: Annaðhvort hysja menn upp um sig buxurnar eða þeir gera eins og hestamennirnir og sniðganga alvöru andstæðinga.

Með samúðarkveðju,
Valdi