Fyrir þá sem sáu beinu útsendinguna á Sýn sl. laugardagskvöld
tóku kannski eftir því að séra Bubbi tilkynnti það að nú stæði fyrir dyrum hjá Sýn að fara að sýna frá keppni í K-1 og þá væntanlega
sambærilegum íþróttum.
Mér þykir það skjóta ansi skökku við að maður sem er búinn að úthúða þessum greinum, kalla þetta villimennsku, blóðbað og ég veit ekki hvað og hvað sem að sterk lýsingarorð ná vart yfir skuli nú koma fram nokkrum mánuðum seinna og boða komu þessara greina á skjáinn.
Ég er sjálfur mikill áhugamaður um þetta sjálfur og hef gaman af, en
þetta útspil Bubba finnst mér fyrir neðan allar hellur, ég geri að því skóna líka að það verði hann sem komi til með að sjá um lýsingar frá þessu, og ætli hann verði ekki orðinn sérfræðingur nr. 1 í þessu áður en um langt líður.
Er þetta hræsi eða hvað, hvað finnst ykkur?