Íslandsmótið 2004 í sparring úrslit Tekið af heimasíðu Taekwondo Ísland, Taekwondo.is
_________________________________________ ________
Íslandsmótið 2004 í sparring úrslit

Laugardaginn 17. apríl fór fram Íslandsmeistaramót Taekwondo sambands Íslands í “Sparring” (bardaga). Mótið er tíunda Íslandsmeistara mótið í Taekwondo frá upphafi íróttarinnar á Íslandi. Móttsjórn var í höndum Ármanns taekwondo að þessu sinni, en sú hefð hefur skapast að þrjú elstu félögin, Ármann, ÍR og Fjölnir skiptast á að halda mótið.

Keppendur á mótinu voru nálægt 70 frá 7 félögum víðsvegar af landinu s.s. Akureyri, Selfoss, Keflavík og Reykjavík.
Mikið var um fjörugar viðureignir og ekki hægt að segja að einhver ein hafi staðið upp úr.
Keppt var í þremur aldursflokkum sem síðan var skipt niður eftir þyngt og beltagráðum.

Mótshaldarar voru að vonum ánægðir með niðurstöðu mótsins, og var ekki annað að heyra en að þátttakendur ásamt þjálfurum sínum hafi verið í hæsta máta ánægðir.

Á mótinu var eingöngu keppt í einstaklingsflokkum þar sem útsláttarfyrirkomulag gildir, ef keppandi tapaði bardaga var hann úr leik.

Milli félaga var keppt um stigabikar mótsins þar sem fjöldi verðlaunasæta á mótinu gáfu tilskildan fjölda stiga. Fyrir gullverðlaun fengust 5 stig, silfur gaf 3 stig og brons gaf 1 stig.

Íslandsmeistari félaga í sparring 2004 varð taekwondodeild Fjölnis með 76 stig, Þór Akureyri var í 2 sæti með 44 stig og Ármann Taekwondo og Björk Taekwondo deildu með sér 3-4 sætinu með 28 stig hvort félag.

Taekwondodeild Fjölnis var afhentur farandbikar til varðveislu í eitt ár, fyrirliði Fjölnis Þorri Birgir Þorsteinsson veitti bikarnum móttöku.

Laugardaginn 24 apríl fer fram Íslandsmeistaramótið í “Poomse” (formum), það verður haldið í Íþróttahúsinu við Hagaskóla, Fornhaga 1, 107 Reykjavík. Keppnis hefst klukkan 13:30 og er öllum velkomið að mæta, aðgangur er ókeypis.

Úrslit íslandsmót í Taekwondo 2004 í sparring/bardaga.

Senior Karlar 80 + 5 keup +
1. Björn Þorleifsson - Björk
2. Ragnar Karel Gunnarsson - Ármann
3 - 4. Haukur Daði Guðmundsson - Ármann
3 – 4 Bjarni Már Óskarsson - Ármann

Senior Karlar -80 5 keup +
1 Ólafur Jónsson - Björk
2 Hlynur Már Vilhjálmsson - Ármann

Senior Karlar -68 5 keup +
1 Gauti Már Guðnason - Björk
2 Arnar Snær Valmundsson - Fjölnir
3 Gunnar Traustason - Ármann

Senior Karlar -58 5 keup +
1 Þorri Birgir Þorsteinsson - Fjölnir
2 Magnús Þór Benediktsson - Fjölnir
3 Nökkvi Þ. Matthíasson - Keflavík

Senior Karlar 80+ 6 – 10 keup
1 Bragi Bragason - Fjölnir
2 Óskar Valdórsson - ÍR
3 - 4 Jón P. Skúlason - Fjölnir
3 - 4 Pétur Bergmann - Árnason Þór

Senior Karlar -80 6 – 10 keup
1 Rúnar Ingi Guðjónsson - Þór
2 Brynjar Sigurðsson - Fjölnir
3 Juan Pardo - Fjölnir

Senior Karlar -68 6 – 10 keup
1 Jón Levy - Fjölnir
2 Óskar Árnason - Þór
3 - 4 Grétar Halldórsson - Selfoss
3 - 4 Hjalti Þór Kjartansson - Selfoss

Senior Karlar -58 6 – 10 keup
1 Ivan Ivar Þorsteinsson - Þór
2 Tu Ngoc Vu - Keflavík

Senior Konur 67+ 5 keup +
1 Rut Sigurðardóttir - Þór
2 Guðrún Davíðsdóttir - Ármann

Senior Konur -67 5 keup +
1 Ásdís Kristinsdóttir - Ármann
2 Auður Anna Jónsdóttir - Ármann
3 Þórdís Úlfarsdóttir - Þór

Senior Konur 6 – 10 keup
1 Bára Kristjánsdóttir - Fjölnir
2 María Pétursdóttir - Fjölnir
3 - 4 Þóra Gunnarsdóttir - Keflavík
3 - 4 Ásta Pétursdóttir - Fjölnir

Minor Strákar þyngri 5 keup +
1 Adrean Freyr Rodriquez - Ármann
2 Jónas Jóhannsson - Þór
3 - 4 Andri Viðar Oddsson - Fjölnir
3 - 4 Þórir F. Finnbogason - Fjölnir

Minor Strákar léttari 5 keup +
1 Valdimar K. Pardo - Fjölnir
2 Hlynur Þ. Árnason - Fjölnir
3 - 4 Gunnar Á. Hjálmarsson - Fjölnir
3 - 4 Rúnar S. Skaftason - Fjölnir

Minor Strákar léttari 6 – 10 keup
1 Daniel Jens Pétursson - Selfoss
2 Stefán Friðriksson - Þór
3 Axel Valdimarsson - Björk

Minor Strákar þyngri 6 – 10 keup
1 Ísak B. Jóhannessen - Keflavík
2 Sasan M. Hlynsson - Keflavík

Junior Strákar léttari 6 – 10 keup
1 Árni R. Styrkársson - Fjölnir
2 Sindri Már Guðbjörnsson - ÍR

Junior Strákar léttari 5 keup +
1 Guðmundur Einarsson - Fjölnir
2 Pétur G. Guðmundsson - Fjölnir
3 Hafsteinn Einarsson - Fjölnir

Junior Strákar þyngri 5 keup +
1 Þóroddur Björnsson - ÍR
2 Helgi Rafn Guðmundsson - Keflavík
3 Sturla Óskarsson - Fjölnir

Minor Stelpur 6 – 10 keup
1 Sara Svavarsdóttir Þór
2 Andrea Ólafsdóttir - Ármann
3 - 4 Ingibjörg Kristjánsdóttir - Björk
3 - 4 Guðný H. Guðmundsdóttir - Björk

Minor Stelpur 5 keup +
1 Sara Magnúsdóttir - Fjölnir
2 Ragna Kristjónsdóttir - Fjölnir

Junior Stelpur 5 keup +
1 Tinna M. Óskarsdóttir - Fjölnir
2 Anna Gerður Ófeigsdóttir - Þór

Junior Stelpur 6 – 10 keup
1 Sólrún S. Skúladóttir - Björk
2 Sigríður L. Skúladóttir - Björk
3 – 4 Elísabet Ö. Jóhannsdóttir - Björk
3 - 4 Melkorka Víðisdóttir - Björk

Junior Strákar þyngri 6 – 10 keup
1 Rúnar Ingi Guðjónsson - Þór
2 Brian Jóhannessen - Keflavík

Úrslit Sparring milli félaga
1 Fjölnir 76 stig Íslandsmeistari félaga í sparring 2004.
2 Þór 44 stig
3 - 4 Ármann 28 stig
3 – 4 Björk 28 stig
5 Keflavík 21 stig
6 ÍR 11 stig
7 Selfoss 7 stig

Texti: Jón Ragnar Gunnarsson
Mynd: Brynjar Þór Sumarliðason

www.taekwondo.is