Karate er bardagaíþrótt upprunnin á japönsku eyjunni Okinawa þar sem eyjaskeggjar æfðu sjálfsvörn undir áhrifum frá kínverskum bardagalistum. Í aldaraðir höfðu Kínverjar lagt stund á sínar eigin bardagalistir. Angar af þessum listum bárust til Okinawa og
blönduðust þær við hinar ýmsu bardagalistir sem stundaðar voru á eyjunni svo úr urðu mismunandi staðbundin afbrigði sem kennd voru við sínar borgir eða bæi. Þannig urðu til t.d. shuri-te og tomari-te þar sem ?te? þýðir hönd og Shuri og Tomari eru bæir. Það var síðan Gichin Funakoshi (sjá um Shotokan) sem innleiddi hugtakið kara-te þar sem ?kara? þýðir tómur.
Í karate er beitt höggum og spörkum til að yfirbuga andstæðinginn.
Kraftmiklar og snarpar hreyfingar einkenna karate og íþróttin byggir upp styrk, þol og liðleika.
Karate er mjög öflug sjálfsvörn en einnig er hægt að æfa það sem keppnisíþrótt.
Iðkun karate skiptist í þrjá hluta, kihon, kata og kumite.