Frétt fengin af heimasíðu Taekwondo Ísland www.taekwondo.is
_____________________________________ ______________________
Taekwondodeild Þórs fær viðurkenningu frá ÍSÍ
Taekwondodeild Þórs hlaut fyrirmyndarviðurkenningu frá ÍSÍ. Er þetta eina íþróttadeildin á norðurlandi sem fær slíka viðurkenningu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn sem taekwondofélag fær slíka viðurkenningu. Þetta er stór og mikilvæg viðurkenning fyrir taekwondodeild Þórs og er félagið stolt með hana.
Viðurkenninguna afhenti forseti ÍSÍ, Ellert B. Scram á árlegu þingi Íþróttabandalags Akureyrar, sem haldið var í gær þann 15. apríl.
Að sögn Þórdísar formanns Taekwondodeildar Þórs þá er þetta mikill heiður fyrir félagið og uppörfandi að fá slíka viðurkenningu frá ÍSÍ, enda mikil vinna að baki starfi deildarinnar.
Texti: Erlingur Jónsson / Þórdís Úlfarsdóttir
Upplýsingar: Þórdís Úlfarsdóttir
www.taekwondo.is