Jæja þá nálgast næsta UFC keppni óðfluga og kominn tími til að spá í spilin og spekúlera aðeins.

Cardið er sem hér segir:

Tito Ortiz vs Chuck Liddell

Tim Sylvia vs Andrei Arlovski

Yves Edwards vs Hermes Franca

Nick Diaz vs Robbie Lawler

Tiki vs Chris Lytle

Mike Kyle vs Cabbage

Genki Sudo vs Mike Brown

Wade Shipp vs Johnathan Wiezorek

Það sýnir greinilega hversu mikið aðdráttarafl Tito vs Chuck hefur að þeir fá besta spottið í keppninni, fyrir ofan sjálfan þungaviktarmeistarann Tim Sylvia, sem keppir við Hvítrússneska kickboxarann og Sambo-meistarann Andrei Orlovski…þrátt fyrir að hvorugur þeirra hampi titli um þessar mundir(og hafi báðir tapað sínum síðustu bardögum)þá er hin nánast epíska saga Tito og Chuck um það bil að enda. Og almenningur er VERULEGA spenntur. Það hefur ekki selst upp á UFC keppni svona snögglega í háa herrans tíð, miðarnir kláruðust um miðjan febrúar(!)

Eftir mikið japl, jaml, fuður og tuð á báða bóga(þó aðallega Tito meginn)þá mætast þessir tveir fyrrverandi vinir í hringnum til að útkljá í eitt skipti fyrir öll hvor sé betri. það sem gerir þetta ennþá meira spennandi, ef það er á annað borð hægt, er að Tito hefur æft box af miklum móð undanfarna mánuði og segist vera fullfær um að standa og skiptast á höggum við Chuck. Humm….ég finn mikla lykt af of stóru egói og spái því að ef Tito stendur við stóru orðin þá endi kvöldið hans með afar snöggum og sársaukafullum hætti.

Hæpið í kringum þennan bardaga, þó svo að hann eigi það fyllilega skilið, hefur gert það að verkum að fæstir hirða um hina bardagana sjö sem á undan ganga. Það er synd þar sem að þar er margt merkilegt að finna, og nokkrir þeirra gætu hugsanlega stolið senunni. Fyrstan skal þar nefna Arlovski vs. Sylvia, þar sem tveir strikerar mætast, sem þó eru þónokkuð ólíkir. Sylvia er tveggja metra sláni með faðm á við meðal Boeing-þotu og þung högg. Arlovski er óneitanlega fágaðri striker, kann sitt þegar kemur að tæknilegri hlutum, lágspörkum, fléttum, fótahreyfingum og þessháttar. Gaman að sjá hvort hefur betur. Eða þá að Arlovski svissi yfir í Sambo-mode og taki risann í gólfið(sem að mér finnst þó ólíklegra).

Annar bardagi sem hefur möguleikann á að standa uppúr er Yves Edwards vs Hermes Franca. Léttviktin hefur verið í bölvuðu brasi síðan Jens Pulver fór og BJ Penn stakk af upp í veltivikt, en úr því gríðarlega kraðaki léttviktarmanna sem hafa fengið að spreyta sig með misjöfnum árangri hafa Edwards og Franca staðið upp úr hvað varðar getu og kjark. Því miður þá er þessi bardagi ekki um neitt belti, en ég hef lúmskan grun um að sama hver vinnur þá muni þessir tveir mætast aftur seinna meir, og í það skiptið verður belti pottþétt á línunni. Hvor vinnur? Algerlega ómögulegt að segja. Ég spái Edwards sigri, en þá bara af því að hann er svo sætur ;)

Genki Sudo. Hvað get ég sagt. Mér er slétt sama við hvern hann er að slást, ef að Sudo er í salnum þá er gaman. Allir sem hafa séð þennan kengruglaða Japanadverg slást vita á hverju þeir eiga von. Breikdansi, fíflalátum, og fantagóðri gólfglímu.
Andstæðingur hans Mike Brown virðist ekki vera neinn aukvisi í gólfinu þó, og spái ég fantagóðum grappling-bardaga.

Hér eru s.s mín pikk fyrir þessa keppni. Endilega póstið og segið mér nákvæmlega hversu mikill hálfviti ég er!

Tito Ortiz vs Chuck Liddell -

1)Ef að Tito boxar við hann - Liddell á KO

2)Ef að Tito notar heilann og tekur hann í gólfið - Ortiz á decision

Tim Sylvia vs Andrei Arlovski - Sylvia á KO(faðmurinn hans er bara of langur)


Yves Edwards vs Hermes Franca - Engin leið að segja. Ég bara veit ekki. Einsi og áður er sagt þá fær Edwards aukapunkt í kladdann frá mér fyrir myndarlegheit.


Nick Diaz vs Robbie Lawler - Lawler á subbulegu rothöggi. Þetta er að mínu mati bara “build-up” bardagi fyrir Lawler til að hæpa hann upp fyrir stærri hluti.

Tiki vs Chris Lytle - Humm…þekki lítið til þeirra. Segi samt Tiki þar sem að hann virkaði góður á mig gegn Lawler þangað til hann var laminn í buff.

Mike Kyle vs Cabbage - Cabbage. Bara útaf því að hann er Cabbage!

Genki Sudo vs Mike Brown - Sudo á submission. Brown virðist vera aðallega grappler, og ef hann reynir að etja kappi við Sudo á þeim vettvangi þá er hann dauðans matur.

Wade Shipp vs Johnathan Wiezorek - Ekki hugmynd, þó að ég hafi heyrt góða hluti um Shipp sem er nemandi Dean Lister, Abu Dhabi meistarans sem nýlega skrifaði undir sex bardaga samning við PRIDE(einn lengsti sem þeir hafa gert við nýliða). Shipp á submission bara….eða eitthvað svoleiðis.

Jæja, þá er það komið. Njótið vel og póstið mikið!!!