Igor er kominn á fullt aftur og er að byggja sig upp fyrir comeback.. Hann er að einbeita sér að standup hjá sér sem eins og allir vita er hans aðalvopn, hann er nú að æfa með Úkraínska boxlandsliðinu. En það sem meira er þá er maðurinn að æfa ground gameið sitt hjá engum öðrum en Fedor Emalianenko og Úkraínska wrestling liðinu.
Igor segir einnig að hann sé að reyna að næla sér í rematch við Heath Herring, en hann tapaði fyrir honum seinast þegar þeir mættust (Decision “unaniomous”). Hann segir að hann sé betri striker og betri grappler en Heath en það sem hann segir að Heath hafi yfir hann er einfaldlega líkamlegur styrkur.
Igor segir einnig að hann vilji fá rematch við Quinton “Rampage” Jackson, hann segir að hann hafi ekki verið 100% þegar hann barðist við hann fyrst,
Hann segir einnig að eftir tapið sitt gegn Mirko Cro cop hafi hann byrjað að efast um striking skills hjá sér, þannig að hann æfir það sérstaklega mikið núna til að geta verið öruggur í standup aftur.
En sá maður sem Igor vill mest fá rematch við er Mirko, hann segir að Mirko sé einn besti striker í heimi, Igor hefur aldrei æft jafnmikið og hann gerir núna og persónulega þá held ég að hann myndi alveg eiga góðan séns í Mirko, hann var að standa sig mjög vel í seinasta bardaga gegn honum áður en þetta brutal high kick hjá Mirko rotaði hann.
Persónulega fyndist mér það gott careermove hjá Igor að létta sig niður í Lhw. Þar myndi hann geta gert verulegan skaða. En hann er staðráðinn að keppa í Hw og hefna fyrir töpin sín.
Ég vona að allt eigi eftir að ganga vel hjá Igor, en hann er einn uppáhalds fighterinn minn og er búinn að vera það lengi. Ég efast ekki um að hann eigi eftir að standa sig á næsta ári og hlakka mjög til að sja næsta bardaga hans.
If your'e Gonna be dumb you better be tough.