Dagana 28. - 30. nóvember verða haldnar í Smáranum einstakar æfingabúðir fyrir alla karatestíla með Shihan Akio Minakami og Sensei Sean Roberts.

Æfingabúðirnar eru haldnar af Karatedeild Breiðabliks og Karatesambandi Íslands.

Að okkar mati er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir karateiðkendur hér á landi:

Shihan Minakami
Shihan Minakami hóf að æfa Jujitsu og Judo 7 ára gamall. Árið 1963 fluttist hann til Bandaríkjanna og á fyrstu árum sínum þar varð hann fyrstur til að sigra bæði í Kata og Kumite í ‘All Hawaii Champoinships’ aðeins 21 árs að aldri.

Helstu afrek hans eru að fá 5 gull í ‘Hayashi-Ha Shitoryu-Kai International Championship’ og 5 gull á ‘All Japan Karate Championship’. Hann varð einnig fyrstur til að fá 5 gull í ‘AAU National Championship’.

Árið 1983 fékk hann Shihan skírteini sitt - 6. dan frá bæði ‘Hayashi-Ha Shitoryu-Kai’ og ‘Federation of All Japan Karatedo Organization - FAJKO’. Minakami varð þar fyrstur til að fá einróma samþykki allra 11 meistaranna, sem voru fulltrúar hinna fjögurra helstu stíla, í nefndinni.

Árið 1985 stofnaði hann ‘Minakami Karate Dojo’ með það að markmiði að kenna hefðbundið japanskt karate og miðla þekkingu sinni til áhugasamra nemenda sem vildu læra og hafa ánægju af tækni og viðhorfi hins sanna bardagaíþróttamanns.

Núna er Minakami 8. dan ‘Hayashi-Ha Shitoryu-Kai’ og 7. dan (FAJKO / JKF), auk þess að vera með svart belti í Judo og 3. dan í Kendo.

Shihan Minakami kemur árlega til Evrópu (England, Þýskaland, Luxemborg, Holland og Tékkland) en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands.

Sensei Sean Roberts
Sensei Sean Roberts er nú 5. dan Shotokan-karate og hefur tekið Shito-Ryu inn í þjálfun sína undanfarin ár. Hann er áttfaldur breskur katemeistari (KUGB), þrefaldur Evrópumeistari í Shotokan-Kata og töfaldur kumite meistari (JKA World Goodwill Tournament).

Sagt hefur verið um katanámskeið Sensei Roberts að þau séu ekki bara um kata heldur er þau ekki síst stúdía í hreyfingu líkamans í öllu karate, óháð stílum.

Sensei Roberts hefur sérstakan áhuga á líkamlegri og lífeðlisfræðilegri hlið karate og hreyfinganna sem notaðar eru. Þessi áhugi hefur leitt af sér áhuga á austrænum heilunaraðferðum. Markmið Sensei Roberts með eigin þjálfun er að skilja sjálfan sig betur tilfinningalega, andlega og líkamlega.

Það er von okkar að karateiðkendur láti þetta happ ekki úr hendi sleppa og að félög og deildir hvetji sína iðkendur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.

Skráning í búðirnar er hafin og þarf að vera lokið eigi síðar en miðvikudaginn 26. nóv. Skráningar er hægt að senda til indridi@glitnir.is eða hringja í Indriða í 664 4425.

Æfingatafla æfingabúðanna:
Föstudagur 28/11:
10-14 ára, 9. kyu og ofar: kl. 18:00 - 19:00
Fullorðnir, 9. - 5. kyu: kl. 19:00 - 20:30
Fullorðnir 4. kyu og ofar: kl. 20:30 - 22:00

Laugardagur 29/11:
Fullorðnir, 9. - 5. kyu: kl. 13:00 - 14:30
Fullorðnir 4. kyu og ofar: kl. 14:30 - 16:00

Sunnudagur 30/11:
10-14 ára, 9. kyu og ofar: kl. 11:00 - 12:00
Fullorðnir, 9. - 5. kyu: kl. 12:00 - 13:30
Fullorðnir 4. kyu og ofar: kl. 14:00 - 15:30
Fullorðnir, 1. dan og ofar: kl. 15:30 - 16:30*
*4. kyu og ofar hópurinn skiptist þannig að eftir kl. 15:30 verða eingöngu svartbeltingar í salnum.

Verð:
10-14 ára: Allar æfingar 1.000 kr., stök æfing 500 kr.
Fullorðnir, 9. - 5. kyu: Allar æfingar 3.500 kr. , stök æfing 1.200 kr.
Fullorðnir, 4. kyu og ofar: Allar æfingar 4.000 kr. (3.500 kr. ef til 15:30 á sunnud) , stök æfing 1.200 kr.