Ég ætla að fjalla hérna aðeins um hvað fólk er búið að vera uppgötva að sé gott/slæmt við það sem sumir stílar eru búnir að vera nota heillengi.
Margt af því sem hefur lærst frá meistara til meistara frá árdögum er nefninlega ekki endilega góðar hugmyndir og geta aukið hættuna á meiðslum, þá aðallega meiðslum sem koma smám saman í ljós. Þar má t.d. nefna ef að maður er slæmur í einhverjum liðamótum, t.d. alltaf að meiða sig í hnjánum.
Fyrst á listanum eru dúa-teygjur og kyrrar teygjur í byrjun æfingar (ballistic stretching og static stretching). Dúa teygjurnar hafa reynst alveg rosalega lífsseigar og ég veit að t.d. í mínum skóla (TKD - ÍR) eru þær notaðar. Hinsvegar hefur sýnt sig að þær auka ekki liðleika þeirra sem nota þær, en geta þvert á móti gert mann stífari í æfingunum. Einnig má rekja mörg álagsmeiðsl til þeirra.
Kyrrar teygjur eru að sjálfsögðu gagnlegar, en ekki þykir gott að gera þær í byrjun æfinga, þarsem maður getur kólnað á meðan maður gerir þær og þær losa um liði og auka þannig meiðslahættuna. Þær eru best geymdar til seinasta parts æfingatímans, en í fyrripartinn er betra að nota hreyfiteygjur (dynamic stretches), þær eru öruggari og undirbúa liðamót vel undir álagið frá sparkæfingum.
Að standa og teygja sig í tærnar. Þessi teygja setur mikið álag á mjóbakið og mænuliðina. Setur líka álag á liðamót án þess að bakvöðvarnir haldi við. Þetta er teygja sem getur haft þver öfug áhrif, þ.e. gert notendann stirðari. Fólk verður samt síður vart við það þar sem aðrar og betri teygjur koma líka upp á móti (t.d. að gera þetta sitjandi).
Að hanga í rimlum og lifta hnjám/löppum. Það er í sjálfu sér ekkert að þessu, en það sem margir vita ekki er að maður á að lyfta svo hátt að rassinn beygist sem mest með. Það er mest í efsta parti hreyfingarinnar sem að magavöðvarnir styrkjast mest. Ef maður lyftir lægra er maður ekki að þjálfa magavöðvana, heldur aðra vöðva (sem er auðvitað sjálfsagt að þjálfa líka, en því ekki að slá tvær flugur í einu höggi?).
Spítukallahopp (jumping jacks). Þetta er sú æfing þegar maður stendur jafnfætis, hoppar svo með fæturnar út til hliðanna og lyftir höndunum til hliðanna með. (Eða það held ég í það minnsta, miðað við lýsingar og fleira) Gallinn við þessa æfingu er að engar gagnlegar hreyfingar í bardagalistum eða öðru nota þessa hreyfingu, og þessvegna getur þessi æfing, sem er algeng í upphitunum, haft óæskileg áhrif á samhæfingu taugakerfisins.
Splitt og spíkat. Þetta eru algengar teygjur, en þótt þær séu gagnlegar eru þær ekki það besta sem völ er á. Þetta eru teygjur sem teygja mörg liðamót í einu og geta sett óæskilegt álag á hnjáliði. Einnig er algengt að halda þessari teygju í lengri tíma (1min+) og að þvinga sig lengra í hana en maður kemst. Góð þumalputtaregla um teygjur er að ef maður er sár eftir að hafa teygt, þá teygði maður of vitlaus. Teygjur eiga að vera rétt aðeins óþægilegar, en aldrei beinlínis sárar. Margar rannsóknir benda einnig til að 15sek sé það lengsta sem maður eigi að halda teygjur í (og teyjga þá gjarnar í kannski 3 settum með aðra teygju á milli), en um það eru skiptar skoðanir. Flestir eru þó sammála um að mínúta sé hámarkið.
Ég ætlast að sjálfsögðu ekki til að neinn taki mig trúanlegan með þetta, svo ég set með heimildirnar, sem eru allar á netformi:
http://galway.informatik.uni-kl.de/staff/weidmann/p ages/stretch/stretching_toc.html
http://www.stadion. com/column_stretch16.html
http://www.blueridge.edu/S tudentServices/StudentLife/Clubs/Budokan/General_Inform ation/10.htm