Björn Þorleifsson hlýtur styrk frá Hafnarfjarðarbæ.
Mánudaginn 10 nóvember voru átta hafnfirskir íþróttamenn styrktir vegna fyrirhugaðrar þátttöku á næstu Ólympíuleikum. Um er að ræða íþróttamenn úr fimm félögum í Hafnarfirði.
Fyrir síðustu Ólympíuleika styrkti bæjarfélagið hafhfirska íþróttamenn með líkum hætti.
Af þeim átta íþróttamönnum sem voru styrktir að þessu sinni komu tveir úr Björk í Hafnarfirði, Tanja B. Jónsdóttir vegna fimleika og Björn Þorlfeifsson vegna taekwondo. Styrkfjárhæðin er 400.000 krónur vegna beggja eða 200.000 krónur á mann.
“Með styrkveitingunni skuldbinda viðkomandi íþróttamenn sig til þess að kynna sína íþróttagrein og Ólympíuhugsjónina meðal hafnfirskra barna og unglinga í grunnskólum bæjarins og á íþróttanámskeiðum annarra íþróttafélaga og bæjarins endurgjaldslaust”. (mbl.is)
Fyrir þau ykkar sem fylgdust með fréttum á Ríkissjónvarpinu í gær var einmitt sýnt stutt viðtal við Björn Þorleifsson auk svipmynda frá keppni í taekwondo.
www.taekwondo.is
heimasíða taekwondo á Íslandi
Kveðja.
Beowulf