Stórsigur Íslenskra Taekwondo manna í Bandaríkjunum.
Síðastliðna viku dvöldu Björn Þorleifsson og Gauti Már Guðnason taekwondo menn úr Björk i Hafnarfirði við æfingar og keppni í Bandaríkjunum. Þeir kepptu þar á tveimur alþjóðlegum taekwondo mótum, US Cup í Connecticut og US Masters Cup í Maryland fylki.
Árangur þeirra á fyrra mótinu hefur áður komið fram, en þar vann Björn til gullverðlauna og Gauti til silfurverlauna.
Skemmst er að minnast þess að á US Cup hlaut Björn titilinn “Athlete of the year” en afsalaði sér tiltlinum til annars keppanda sem er bandarískur. US Cup fór fram laugardaginn 12 október.
Á US Cup keppti Björn tvo bardaga sem fóru: 7-1 og 17-5, honum í vil.
Á US Cup keppti Gauti tvo bardaga sem fóru: 7-3 og 5-4, vann fyrri en tapaði seinni.
US Masters Cup fór fram laugardaginn 18 október, og þar unnu þeir báðir til gullverðlauna, Gauti í -72 kg flokki og Björn í - 78kg flokki.
Gauti Már háði 3 viðureignir og vann allar, einn andstæðinga hans er landsliðsmaður Bandaríkjanna í taekwondo. Þetta er í fyrsta sinn sem Gauti vinnur til gullverðlauna á alþjóðlegu móti. Úrslit úr bardögum Gauta voru þessi: 5-1, 5-2 og 6-4, sem sagt örugg sigurganga.
Björn vann, auk gullverðlauna í -78 kg, titilinn “Grand Champion” með því að vinna aðra sigurvegara mótsins.
Í úrslitum “Grand Champion” titilsins mætti Björn bandarískum milliviktarmanni sem sem að hefur keppt á “World University Games” í Kóreu, á því móti var kóreumaðurinn fyrirliði bandaríska liðsins. Kóreumaðurinn vann til silfurverðlauna á US Open 2003 í -84kg og er einnig bandarískur háskólameistari í taekwondo í millivikt.
Á US Masters Cup keppti Björn þrjá bardaga sem fóru: 8-1, rothögg, 4-1. (Björn vann bardaga nr. 2 með rothöggi).
Árangur Björns og Gauta er framúrskarandi og gaman að sjá að erfiðar og stífar æfingar undanfarna mánuði eru farnar að skila árangir. Þess má geta að Björn og Gauti stefna báðir á þátttöku á heimsúrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Heimsúrtökumótið fer fram í Frakklandi í desember.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Taekwondo Sambands Íslands taekwondo.is