Björn og Gauti á verðlaunapall í Bandaríkjunum.

US Cup 2003 Í TAEKWONDO var haldið þann 13 október í Connecticut.

Að þessu sinni voru tveir keppendur frá Íslandi á mótnu, þeir Björn Þorleifsson og Gauti Már Guðnason, báðir úr Björk TKD Hafnarfirði.

Björn keppti í -78 kg. flokki og vann til Gullverðlauna eftir að hafa unnið alla andstæðinga sína af miklu öryggi.

Gauti keppti í -72 kg. flokki og vann til Silfurverðlauna.

Helsta frétt mótsins er sú að Björn var valinn “US Cup athlete of the year 2003” af mótshöldurum. Björn var að vonum ánægður með viðurkenninguna en afsalaði sér titlinum svo sá sem var næstur í röðinni fengi hann.
Björn sagði að ástæða þess að hann gerði þetta væri sú að næstur honumí röðinni væri ungur keppandi að nafni Greg sem hefur staðið sig vel á mótum fyrir Bandaríkin, Björn ákvað að Greg ætti því frekar skilið að fá titilinn. Mótshaldrar voru uppnumdir af hrifingu yfir ákvörðun Björns töldu að þar hefði tkd iðkandi sínt af sér sannan tkd anda. Framkoma Björns er merki um margt af því besta sem taekwondo kennir, “að vera ekki eigingjarn og hjálpa öðrum”.

Á mótinu kepptu hátt í 1.000 manns

Næst á dagskrá hjá Birin og Gauta er mót sem heitir “US Masters Cup” og fer fram laugardaginn 18 október, það má því með sanni segja að þeir félagar standi í ströngu þessa dagana og eru íslenskum taekwondo iðkendum til fyrirmyndar.

Frekari fréttir af úrslitum bardaga þeirra koma eftir helgina 18-19 október. Í næstu frétt mun koma fram hversu marga bardaga þeir háðu og hvernig stig skiptust milli þeirra og andstæðinganna.

kv.
Jón Ragnar Gunnarsson
Ármann og Björk taekwondo.