Á Kóreuskaganum var lítið konungsríki Shil-La sem var undir stöðugum árásum frá völdugum nágrönnum sínum í norðri. Til að verna sig stofnuðu aðalsmenn ríkisins sérsveit ungra liðsforingja og hvar hún kölluð Hwa Rang Do “Blómariddararnir”. Sérsveitirnar tömdu sér, andlega og líkamlega sjálfstjórn, allt árið um kring í fjöllunum og við sjávarsíðuna. Til að viðhalda einbeitingu sinni fygldu þeir fimm höfuðreglum sem æðsti búdda munkur þjóðarinnar, Wong Kang setti fram.
1. Vertu konungi/ leiðtoga þínum tryggur og trúr
2. Vertu foreldrum þínum hlýðin
3. Vertu heiðarlegur við vini þína.
4. Leggðu skynsamt mat á aðstæður
5. Gefstu aldrei upp
Hwa Rang Dan urðu frægir fyrir hugrekki sitt og bardagafærni, öðluðust virðingu jafnvel frá sínum mestu óvildarmönnum. Styrkurinn sem þeir öðluðust við að lifa eftir höfuðreglunum gerði þeim kleift að sigra orrustur þannig að þeir urðu goðsagnir. Vegna sigra sinna veittu þeir fólki Shil La innblástur til þess að standa upp, sameinast og sigra óvinaríkin í norðri. Vegna sigra Shil La varð Kóreuskaginn sameinaður í fyrsta skipti í sögunni.
Á meðan Hwa Rang Dan voru, var upphaflega sjálfsvarnaríþróttin, sem hét Tae Kyon, sem þýðir fóta-bardagi, mjög vinsæl meðal almennings. Vegna innblásturs Hwa Rang Dan, byrjðu hermenn að æfa sig og þróa sjálfsvarnaríþróttina. Tae Kyon var aðlöguð að höfuðreglum Hwa Rang Dan og var upphafið að sjálfsvarnaríþróttum í Kóreu. Með tímanum þróaðist Tae Kyon og varð að Taekwondo.
- Þetta er bara svona létt um hvað Hwa Rang er, en ég er að vinna í því að koma með mun ítarlegri sögu og þá fer ég líka mikið inná sögu Taekwondo, bíðið spennt.
Kær Kveðja
Haraldur Óli “HwaRang”
Stjórnandi á