Var verið að hafa samband við mig af gamla kennaranum mínum í USA, honum Chris Brennan, og var að spyrja hvort það væru einhverjir skólar hérna á klakanum sem hefðu áhuga á að fá hann og hugsanlega Pete Spratt á klakann til að halda námskeið.

Ég er ennþá að bíða eftir svari frá honum um hvernig tölur er verið að tala um en ég geri ráð fyrir að hann sé að leita að einhverjum skóla sem er til í að host\'a þetta seminar og garantera einhvern ágætis fjölda á það :) Mér þætti gaman að fá hann að sjálfsögðu en ég þekki lítið til hvernig áhugi er fyrir þessu og hef ekkert bolmagn til að borga undir hann enda fátækur námsmaður :)

Ætlaði að athuga hvort það væri eitthvað félag þarna úti sem hefði áhuga á að vera í bandi við manninn og sjá hvort það væri ekki hægt að fá hann hingað, endilega látið líka vita hvort þið viljið ekki koma á seminarið.

Btw Chris Brennan er svart belti undir John DeLao sem er svart belti undir Reylson Gracie, Chris kennir bara No-Gi brasilískt JiuJitsu (submission wrestling) og er SUBBULEGA góður, hann verður eflaust ekki kátur með að ég sé með einhverjar fullyrðingar hérna án hans vitneskju, en ég er nokkuð viss um að það sé engin á landinu sem ráði við hann í gólfglímu. Ef Pete Spratt kæmi með þá væri það líka ROSALEGT, hann er þekktur sem einn besti striker í MMA, maðurinn rotaði Robbie Lawler seinast þegar hann keppti í UFC og það héldu allir að Robbie væri með besta standup sem til væri en annað kom á daginn :) Pete er SVAÐALEGUR í Muay Thai og það væri gaman að fá hann hingað.

Þeir eru núna saman að halda allsherjar NHB/MMA seminar í bandaríkjunum þar sem Spratt fer í standuppið og Chris sér um gólfglímuna og það. Chris getur komið annað hvort aleinn og hugsanlega tekið Pete með sér.

Endilega láta vita hvort það sé áhugi fyrir þessu! Ef þið viljið hafa samband við mig um að host\'a seminar\'ið getiði annað hvort sent Chris email beint á chris@chrisbrennan.com eða ég get komið skilaboðum áleiðis í email\'i thurs@simnet.is

Btw hérna er Biography Chris Brennans: http://www.chrisbrennan.com/murrieta/bio.htm getið checkað á highlight video\'inu hans þarna.