Taekwondo samband Íslands mun á komandi tímabili standa fyrir Bikarmótaröð TKÍ. Um þrjú mót verður að ræða, Haustmót, Nýjársmót og Vormót. Keppt verður í Kjorúgí (bardaga), Púmse (formi) og Kjokpa (brotum).

Keppendur safna til sín stigum og að lokum verða krýndir fjórir Bikarmeistar; þeir stigahæstu í hverri grein fyrir sig auk Stórbikarmeistara, s.s. sá sem fékk flest stig samanlagt.
Allar nánari upplýsingar koma seinna auk þess sem iðkendum er bent á að tala við þjálfara sína um þetta mál.

Stigaútreikningur, (með fyrirvara um breytingu)

Kjorúgí:
Gull á Bikarmóti: 1 stig
Sigur í bardaga: 1 stig

Púmse:
Gull á Bikarmóti: 3 stig
Silfur á Bikarmóti: 2 stig
Brons á Bikarmóti: 1 stig

Kjokpa:
Gull á Bikarmóti: 3 stig
Silfur á Bikarmóti: 2 stig
Brons á Bikarmóti: 1 stig

kveðja, SeungSang