Núna í september hefjast æfinga á Taekwondo á tveimur nýjum stöðum á Íslandi.
Í Stjörnunni, Garðabæ, nánar tiltekið í íþróttahúsinu Hofstaðarskóla. Síðastliðin vetur var kynning á Taekwondo í Garðabæ og tókst hún mjög vel og verður nú framhald af æfingum þar á bæ. Kennarar verða Þorri Birgir Þorsteinsson, 1. dan og Tinna María Óskarsdóttir, 2. geup.
Einnig hefjast æfingar á Selfossi á næstunni. Æft verður í íþróttahúsinu við Gagnheiði og er tímataflan væntanleg á allra næstu dögum. Kennarar verða Magnea Kristín Ómarsdóttir, 1. geup og Arnar Bragason, 1. dan. Meistari beggja klúbba er Sigursteinn Snorrason, 4. dan.
Allar nánari upplýsingar í síma 899-5958, Sigursteinn