Jæja þá er fyrstu umferð millivigtar keppninnar að baki og má með sanni segja að mikið hafi átt sér stað. Ég ætla að lýsa lauslega úrslitunum fyrir þá sem að ekki stunda play-by-play síðurnar.
1. Bardagi - Fedor Emilianenko vs Gary Goodridge
Fedor er núverandi þungaviktar meistari og er það kannski viss mælikvarði á hversu gott þetta card var að hann var fyrstur á svið gegn hinum mistæka en oft stórhættulega Gary “Big Daddy” Goodridge.
Fyrsta lota byrjaði með miklum látum, báðir eru þekktir fyrir þungar hendur og sýndu það, skiptust á höggum í miðjum hringnum svo að setningin “Hulk smash!” kom helst upp í hugann. Ekki mikil tækni en gríðarlegt afl. Fedor var að hitta oftar en Goodridge kom inn nokkrum góðum, allavega nóg til þess að Fedor sá að þetta væri tóm vitleysa og tók Goodridge í gólfið án nokkurra vandræða. Goodridge náði fullri vörn(full-guard) en Fedor lét það ekkert á sig fá og hélt bara áfram að hamra andlitið á “Big Daddy, sem var orðinn hálfvankaður þegar hér var komið sögu. Fedor stóð upp náði nokkrum góðum soccer-kicks á Goodridge og stökk svo niður aftur og náði mount, raðaði inn höggum og dómarinn miskunnaði sig yfir Goodridge og stoppaði bardagann.
Frammistaða Fedors var hreint frábær, Goodridge átti aldrei séns í hann og var gjörsamlega rústað.
Úrslit: Fedor Emilianenko á KO 1sta lota
2. Bardagi - Alistair ”The Demolition Man“ Overeem vs Chuck ”The Iceman“ Liddell
Bardagi kvöldsins að margra mati, Liddell tapaði illilega gegn Randy Couture í síðasta UFC og mætti hér erfiðum upprennandi bardagamanni í Alistair Overeem, sem að flestir telja vera framtíðar meistara. Liddell var mjög fókusaður og kom sterkur út úr horninu strax í fyrstu lotu, plægði sig gegnum högg hins faðmlengri Overeem, notaði uppercuts og króka og Overeem virtist í sjokki yfir óttaleysi Liddell sem einmitt er þekktur fyrir að vera varkár og yfirvegaður. Ekkert svoleiðis þetta kvöldið. Liddell reyndi að ná fellu en tókst ekki, náði samt nokkrum góðum hnjám úr þeirri stöðu. Báðir komust aftur á fætur og skömmu seinna náði Liddell hægri uppercut sem að vankaði Overeem allverulega og fylgdi honum svo eftir með hægri krók sem sendi hollendinginn unga beint í jörðina steinrotaðann. Góður sigur fyrir Chuck Liddell sem virtist í betra formi og grimmari en nokkru sinni fyrr, þessi sigur tryggir honum ekki bara áframhaldandi þáttöku í útsláttarkeppninni heldur setur hann aftur inn í titilmyndina í UFC. Ef að hann heldur svona áfram þá get ég séð hann taka bæði Silva og Rampage, ef ekki bara alla helv.. keppnina. Go Liddell!!!(Yes I´m a fan. So what ;-)
Úrslit: Chuck Liddell á KO 1sta lota
3. Bardagi - Quinton ”Rampage“ Jackson vs Murilo ”Busta“ Bustamente
Vegna forfalla Ricardo Arona lenti Quinton Jackson í þeirri leiðinlegu aðstöðu að mæta allt öðrum andstæðing heldur en hann hafði þjálfað fyrir, og engum aukvisa í þokkabót heldur fyrrverandi UFC milliviktarmeistaranum og að margra mati besta pund-fyrir-pund bardagamanni í heimi, Brazilian Jiu-Jitsu séníinu Murilo Bustamente. Bardaginn byrjaði hægt, báðir voru varkárir og þreifuðu fyrir sér með léttum stungum og ekki mikið að gerast. Rampage náði fyrstu fellunni, en gat lítið athafnað sig í heimsklassa guard Busta, lyfti honum samt upp og bar hann nokkur skref(við góðar undirtektir áhorfenda) áður en hann slengdi honum niður aftur eins og honum einum er lagið. Það fékk samt lítið á Busta sem að notaði tækifærið strax til að reyna að ná armbar, en Jackson sýndi enn eina ferðina hvað hann er sterkur með því að losa sig úr honum með sinni eistöku ”piledriver“ aðferð. Busta náði front headlock úr guard stöðunni og þá kom upp fyndnasta atvik keppninnar þegar skilja þurfti keppendur að vegna þess að stuttbuxur Jackson stefndu hraðbyri niður á mið læri vegna núnings við fætur Bustamente(!)
Eftir þetta forðaðist Jackson það eins og heitan eldinn að fara í gólfið, óþyrmilega minntur á að hann væri að kljást við heimsklassa gólfglímumann. Í staðinn skiptust þeir á höggum og lágspörkum þar til lotan endaði, fremur lítið að gerast.
Þegar önnur lota byrjar þá er það meira af því sama, Busta heldur áfram að reyna að lokka Rampage í gólfið, og lætur sig oftar en einu sinni falla á bakið eftir að hafa skipst á höggum við hann, í þeirri von að hann elti, en Rampage er gáfaðri en það og heldur sig í burtu. Í þau fáu skipti sem að þeir lenda í gólfinu er Rampage frekar að hugsa um að komast aftur á lappir sem fyrst frekar en að reyna að koma einhverju í verk. Hann hefur samt betur standandi, og nær þónokkuð mörgum góðum lágspörkum á Busta.
Þriðja lota er svo meira af því sama, nema hvað Jackson er aktívari í gólfinu og lætur Busta finna fyrir hnefahöggum í rif og andlit, á meðan Busta kemst ekki einu sinni nálægt því að ná lásum eins og í fyrstu lotu.
Þegar bardaganum lýkur eru báðir keppendur hálfstressaðir þar sem það er engin leið að segja hvað dómurunum finnst. Fyrsti dómari: Bustamente. Annar dómari: Jackson. Þriðji Dómari: Jackson.
Rampage rétt marði sigur í fremur undarlegum og hægum bardaga þar sem báðir keppendur lögðu mikið á sig að forðast þau element sem að andstæðingurinn er góður í, þ.e gólfglímu Busta og boxhæfileika Rampage.
Úrslit: Rampage á Split Decision
4. Bardagi - Antonio ”Minotauro“ Nogueira vs Ricco ”Suave“ Rodriguez
Endurkoma tveggja framúrskarandi bardagamanna eftir að hafa tapað sínum titlum(Nogueira í Pride, Rodriguez í UFC)og heilmikið á línunni hér titlalega séð, fyrir einu ári síðan voru báðir þessir menn á toppnum og stefna þangað aftur. Báðir eru þeir miklir gólfglímumenn, og það sást. Meirihlutinn af þessum bardaga fór fram með Nogueira á bakinu, eins og flestir hans bardagar, og Rodriguez þurfti að smokra sér út úr fjölda armbar og triangle-choke tilraunum. Standandi sýndi Ricco þónokkuð meiri lit en áður, náði góðum spörkum á læri og brjóstkassa Nogueira og reyndi tvisvar sinnum Muay Thai stæl fljúgandi hné en án mikils árangurs. Þeir kútveltust fram og til baka, báðir meira en færir um að sweep-a hvor öðrum og fyrir þá sem hafa gaman af Brazilian Jiu-Jitsu var þetta spennandi bardagi, en ekki kannski mikill hasar. Þegar bardaganum lauk voru flestir á því að Rodriguez hefði rétt marið sigur á því að hafa verið agressívari, en nei, dómararnir dæmdu Nogueira einróma sigurvegara við afar neikvæðar undirtektir áhorfenda, sem segir mikið um frammistöðu Ricco þar sem að Nogueira er nánast í guðatölu í Japan.
Úrslit: Nogueira á Unanimous Decision
5. Bardagi - Mirko ”Cro-Cop“ Filipovich vs Igor ”Ice Cold“ Vovchancyn
Króatíski kickboxarinn og K-1 stjarnan Mirko Filipovich hefur heldur betur verið að hrista upp í MMA heiminum undanfarið, og hamsað margan manninn þrátt fyrir að vera yfirleitt ”the underdog“, síðast féll Heath Herring fyrir hendi(eða réttara sagt fæti)hans. En nú var kominn keppinautur sem ekki er hræddur við að skiptast á höggum við hvern sem er og er með hnefa á við meðal sleggjur. Já Igor Vovchancyn, sem virðist vera í miklu uppáhaldi meðal hugamanna var mættur á svæðið í bardaga sem reyndist vera algert slugfest. Hvernig myndi villti ”streetfighter“ stíll Igors reynast á móti hinum tekníska og agaða Cro-Cop? Myndi hinn ægilegi kjammi Igors veita honum nauðsynlegt svigrúm til að skiptast á höggum við Cro-Cop og hafa betur?
Hasarinn byrjaði straks, Mirko reyndi vinsta roundhouse spark strax í byrjun en Igor vék sér undan, svarar með hægri sveiflu en hittir ekki, fylgir eftir með góðu sparki í brjóstkassann, greinilega í stuði, Mirko svarar með fléttu og Igor hörfar og svo BÚMM. Öllum að óvörum(sérstaklega Igor) vippar Mirko sínum banvæna vinstri fæti upp og nær Igor beint á kjammann af fullum krafti. Igor er out cold í fyrsta skiptið á ferli sínum, gjörsamlega útúr heiminum. Afar sannfærandi sigur af hálfu Cro-Cop, getur enginn stöðvað þennan mann? Þetta vinstrifótar roundhouse kick virðist vera alger killer. Eftir bardagann skoraði Mirko á Fedor og sagðist vilja að næsti bardagi hans yrði um Pride þungaviktarbeltið. Ef að Mirko heldur svona áfram þá fer hann beint á toppinn.
Úrslit: Mirko Filipovich á KO 1sta lota
6. Bardagi - Hidehiko Yoshida vs Tamura
Yoshida mætti til leiks í gi-slopp, eini keppandinn sem það gerði þetta kvöldið. Tamura sýndi Yoshida enga virðingu, og allar hugmyndir um að Yoshida fengi einhverja sérmeðferð í þessum bardaga fuku út um gluggann þegar Tamura sópaði fótunum undan honum, bakkaði í burtu og stökk svo á hann ala Sakuraba og byrjaði að hamra judokappann í andlitið. Yoshida virtist í sjokki en streittist á móti, náði að fella Tamura og svo stóðu þeir upp, Yoshida með front headlock á Tamura, en hann rífur sig út úr honum. Allt í einu hrekkur Yoshida í gír og byrjar að boxa eins og óður maður(WTF!), ekki mjög agaður striker en allavega að ná inn nokkrum góðum. Allt í einu nær hann Tamura í sleeve choke, mjög fast og Tamura á einskins valkost nema að gefast upp. Það var greinilega rétt ákvörðun hjá Yoshida að vera í judo sloppnum sínum! Eftir bardagann haltrar Yoshida í burtu, að því er virðist meiddur á fæti eftir eitthvað. Hann ávarpar áhorfendur og lýsir því yfir að þetta hafi verið erfiðasti bardagi hins stutta MMA ferils hans og að hann eigi mikið eftir ólært. Hann endurtók einnig heit sitt um að vinna þetta mót fyrir japanska aðdáendur og að nú viti hann hvað hann þurfi að æfa sérstaklega fyrir næstu umferð.
Úrslit: Yoshida á submission(Sleeve Choke) 1sta lota
7. Bardagi: Kazushi Sakuraba vs Vanderlei ”The Axe Murderer" Silva
Þriðja viðureign þessara stórstjarna í Pride, og sagan var svo sannarlega með Silva þar sem hann hefur unnið Sakuraba tvisvar áður. Þótt ótrúlegt megi virðast var það Sakuraba sem að sótti í upphafi, Silva vék sér undan og smellti inn eldsnöggum höggum á Saku, Sakuraba reyndi spark en Silva einfaldlega greip það og skellti Saku í jörðina, en elti ekki heldur leyfði honum að standa upp, þegar fyrsta lota er ca. hálfnuð þá reynir Saku eina fléttu enn en Silva er kominn með tímasetninguna á hreint og refsar honum illilega með eitilhörðum hægri krók beint á gagnaugað og Sakuraba hrynur í jörðina rotaður. Enginn vafi hér, Silva vann yfirburðarsigur og sýndi meiri tækni og minni brjálæði en oft áður, kannski axarmorðinginn sé farinn að þroskast og eldast? Þessi nýfundni agi mun örugglega koma honum að góðum notum seinna meir þegar hann mætir hinum sigurvegurunum, t.d Liddell eða Rampage.
Úrslit: Vanderlei Silva á KO 1sta lota.
Í heildina var þetta afar gott card, mörg rothögg og mikill hasar. Hápunktarnir voru Liddell vs Overeem og Cro-Cop vs Igor Vov. Endilega spjallið um þetta frábæra card og hvernig næsta umferð ætti að vera, mönnum verður nefnilega raðað upp á nýtt fyrir næstu umferð. Yoshida vs Silva? Eða Liddell vs. Silva? Gaman að sjá hvað gerist í október-nóvember þegar seinni tvær umferðirnar fara fram.