Þetta er ein algengasta spurning sem fólk í bardagalistum spyr sig. Myndi þetta virka í raun og veru hjá mér? Betri spurning er “hversu líklegt er það að þetta virki hjá mér?”, vegna þess að það er aldrei hægt að segja fyrir víst hvort þú getir varið þig gegn ÖLLU sem gæti komið fyrir. Hvað ef að 8 menn ráðast á þig með hnífa og haglabyssur? Hvað ef að þetta er fullur, árásargjarn sjóari? Seinni aðstaðan hljómar betur, fyrir þig þ.e.a.s., EF þú hefur reynslu í því að taka svolítið á á móti andstæðingum sem streytast á móti. Margt annað finnst mér vera svolítið “blind faith”, að mínu mati.
Þú gætir líka prufað að mæta í prufutíma í Brazilian Jiu Jitsu sem er kennt í Faxafeni 8 á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 21:00. Ég held svei mér bara að við séum með ódýrasta verðið, aðallega vegna þess að þetta er svo nýtt hérlendis. Hjá okkur er sparrað í lok hvers tíma (nema fyrir þá byrjendur sem ekki treysta sér í það).
Við erum reyndar í sumarfríi sem stendur en byrjum aftur í byrjun september.
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar, þá geturðu póstað hérna á huga eða sent mér tölvupóst á j_g_thorarinsson@hotmail.com.
Svo mæli ég með því að þú skreppir á Laugarásvídeó og leigir þér Ultimate Fighting Championship 1, 2, 3 eða 4, til að sjá hversu ótrúlega vel Brazilian Jiu Jitsu (BJJ) virkar í bardögum þar (nánast því) allt er leyfilegt. Þetta eru hreint út sagt ótrúlegar keppnir og ég hvet alla bardagalistamenn og áhugafólk til að kynna sér þetta.
Þegar velja á sér bardagalist, skiptir sennilega mestu máli að manni finnist þetta vera skemmtilegt. Kíktu endilega til okkar og athugaðu hvort að þetta sé eitthvað fyrir þig. Allir eru velkomnir. Við æfum í venjulegum íþróttafötum, sem þýðir flest allur sportfatnaður nema neónbleikar speedos og mullet. Kári gerði heiðarlega tilraun á sínum tíma að mæta í slíkri múnderingu en mætti mótbyr.
Bestu kveðjur,
Jón Gunnar.
“Við æfum í venjulegum íþróttafötum, sem þýðir flest allur sportfatnaður nema neónbleikar speedos og mullet. Kári gerði heiðarlega tilraun á sínum tíma að mæta í slíkri múnderingu en mætti mótbyr.”
Bwahahahahahah! Góður þessi. Eins og eitthvað sick cross-breed af Harold Howard og Ken Shamrock úr gómlu UFC keppnunum. Reyndar var Ken í rauðum speedos en what the hell.
En svona í alvöru talað þá set ég verulega stórt spurningamerki við þessar einangruðu “viðbragð við sérstöku áreiti” kennsluaðferðum sem Jiu-Jitsu og sumar aðrar bardagalistir nota, þ.e að æfa hvert bragð eitt og sér. Myndir þú þjálfa fótboltamann sér í að senda, sér í að skjóta á mark og sér í að tækla? Neibb, hann verður að spila fótbolta til að læra að spila fótbolta. Allt of oft hef ég heyrt dæmi um menn sem geta framkvæmt flókin brögð 100% en hrökkva í baklás þegar á hólminn er komið því að þeir kunna ekki að bregðast við því óvænta, og svo er eitt annað sem að ekki er tekið með í dæmið. Það er að taka sársauka. Jamm, spurningin er, getur þú gengið að þekkingunni vísri þegar það er nýbúið að slá þig í andlitið og herbergið snýst, eða fýkur öll þjálfunin út um gluggann? Þó ekki væri nema þessvegna mæli ég með að allir sem áhuga hafi á sjálfsvörn mæti í allavega nokkra venjulega box-tíma, láta berja sig duglega því að mín reynsla er að það sé í rauninni ekki svo vont þegar þú venst því, sársaukanum er hægt að venjast og þá fyrst getur þú nýtt þér sjálfsvarnarþekkingu þína “under pressure” ef að þið skiljið.
Æ fokk, það er ekki mikið vit í þessu hjá mér, enda er ég í glasi. Best að þegja. Fyrirgefið öll.
0
Nei, nei, það er mikið vit í þessu. Hlýtur að vera glasið. ;)
Mér finnst mjög mikilvægt að kunna að fara í nýtt bragð ef fyrsta bragðið mistekst. Sammála, sammála.
0
hefurru æft fótbolta?? heldurru virkilega að þeir geri kannski styrktaræfingar og spili svo allan tíman?? auddað æfa þeir líka bara sendingar og bara skot á mark!
ef að enginn er eikkað þá er ég ekkert
0
Jájá ég veit það….það er líka nauðsynlegt - það sem ég er að meina er að ef að þannig þjálfun væri notuð EINGÖNGU (þ.e búta niður elementin og æfa það alltaf, eða nær alltaf, sér) þá myndirðu alrei fá góðan fótboltamann. Allt of margar bardagalistir gera þetta að mínu mati, æfa hvert bragð sér og sparra alltof, alltof lítið.
0
já ok það var eins og að þú meintir þetta öðruvísi:S afsakaðu misskilninginn;)
ef að enginn er eikkað þá er ég ekkert
0