Fréttatilkyning frá Ármann og Björk TKD.
Mánudagnn 18 ágúst mun Auður Anna Jónsdóttir úr Ármann TKD taka 1.dan próf og Eduard Rodriquez úr Ármann TKD taka 2.dan. Prófdómari verður Master Kyng Sik Park 6.dan.
Það þarf ekki að kynna hana Önnu en hún hefur æft af miklu kappi síðust ár, og hefur verið öðrum iðkendum góð fyrirfmynd bæði á æfingum og mótum. Anna hefur einnig verið dugleg að sækja alþjóðleg mót erlendis er með frábæra afrekaskrá. Anna hefur unnið við tkd þjáflun bæði í Björk og Ármann tkd. Anna er fastamaður í landsliði Íslands í tkd og hefur verið valn í þann hó sem senda á á HM 2003 í Þýskalandi í september.
Eduardo er einn af máttarstólpum Ármanns tkd og hefur æft hjá deildinni um nokkurra ára skeið, einnig dvaldi hann um tíma í Danmörku þar sem hann missti aldrei úr einn dag frá æfingum hjá félagi þar í landi. Eduardo hefur æft í yfir 15 ár, og er einnig með dan gráðu í Habkido.
Prófið fer fram í Hafnarfirði, það er eingöngu opið þeim sem greiða æfngagjöld í Ármann og Björk TKD. Vegna vinnu við hús Bjarkar í Hafnarfirði fer prófið fram í minni sal en við var búist og því er ekki hægt að bjóða öllum að koma og sjá.
Að sjálfsögðu er stjórnarmeðlimum TKÍ velkomið að fylgast með. Tímasetning prófsins verður auglýst síðar.
Kveðja
B