Grein fengin af Taekwondo Ísland www.taekwondo.is
____________________
Scottish Open 2003
Á dögunum fóru sjö vaskir Íslendingar í keppnisferð til Glasgow til að taka þátt í Scottish Open mótinu sem haldið var í Kelvins Hall þann 29. júní. Í hópnum voru Auður Anna (Ármanni), Ásdís (Ármanni), Edda (Ármanni), Gauti (Björkunum), Normandi (Keflavík), Óli (ÍR) og Trausti (Fjölni). Á mótinu voru um 300 keppendur frá um 20 löndum og var keppt í junior og senior flokkum, 5 geup og upp úr. Bardagarnir voru 3x2 mínútur hjá stelpunum og 3x3 mínútur hjá strákunum. Í þeim riðlum þar sem keppendur voru 4 eða færri var notast við það fyrirkomulag að allir kepptu við alla og sá sem stóð uppi með flesta sigrana vann riðilinn, þetta vakti mikla ánægju meðal íslenska hópsins sem var kominn um langan veg til að fá að spreyta sig. Hópurinn stóð sig vel og kom heim með 1 gull, 2 silfur og 2 brons.
Á heildina litið voru allir ánægðir með ferðina, og þó að dáldið hafi vantað upp á skipulagningu mótsins þá bættu Skotarnir það upp með sérstaklega vingjarnlegu og hjálplegu viðmóti.
Úrslit bardaganna
Anna keppti í -63 kg flokki og vann gull. Hún sigraði öruggt í fyrsta bardaganum sínu 25-1 og óhætt að segja að þetta séu fáheyrða úrslit ! Úrslitabardaginn var mjög jafn og spennandi og Anna komst yfir 2-1 í 3. lotu en lokatölurnar urðu 1-1 og Önnu dæmdur sigurinn.
Edda keppti í -59 kg flokki og hreppti silfrið. Edda var að keppa á sínu fyrsta stórmóti og er þetta því glæsilegur árangur hjá henni. Í fyrsta bardaganum lenti hún á móti erfiðum andstæðingi úr breska landsliðinu. Edda stóð sig þó með prýði í þeim bardaga og urðu lokatölurnar 3-6 þeirri bresku í vil. Annan bardagann vann hún svo örugglega 5-1 og í síðasta bardaganum mætti hún Ásdísi og vann þann bardaga 7-6.
Ásdís keppti í -59 kg flokki og hlaut brons. Fyrsti bardaginn gekk vel og staðan var 5-0 í annarri lotu þegar andstæðingurinn gaf bardagann. Í öðrum bardaga mætti hún svo bresku landsliðsstelpunni, staðan var 7-3 þeiri bresku í vil í 3. lotu þegar Ásdís fékk höfuðspark og var bardaginn stöðvaður af dómaranum og vann sú breska þann bardaga. Lokabardaginn var svo á móti Eddu og vann Edda hann 6-7.
Gauti keppti í -72 kg flokki og lenti í fyrsta bardaga á móti Flavio frá Spáni sem síðar vann flokkinn. Bardaginn var æsispennandi og endaði 5-5 en Gauti tapaði honum þar sem hann hafði verið undir í stöðunni 4-5 í 3 lotu.
Normandi keppti einnig í -72 kg flokki og hreppti þar silfurverðlaun. Í fyrsta bardaga keppti hann við breskan landsliðsmann og vann öruggan sigur 6-3. Í öðrum bardaganum sigraði hann svo öruggt og urðu lokatökurnar 17-1 Normandi í vil. Í síðasta bardaganum mætti hann svo Flavio og fór sá bardagi 2-5 Flavio í vil.
Óli keppti líka í -72 kg flokki mætti sterkum andstæðingi strax í fyrstu lotu. Óli náði ekki að knýja fram sigur. En þess má geta að andstæðingurinn stóð uppi sem sigurvegari í flokkinum.
Trausti keppti í -76 kg flokki hlaut brons. Hann keppti fyrsta bardagann sinn við keppandann sem varð sigurvegari í þeim flokki en gat ekki lokið bardaganum vegna meiðsla, staðan var 11-13 í 3. lotu þegar Trausti gaf bardagann.
Myndaalbúm:
sjá. taekwondo.is
Texti: Ásdís Kristinsdóttir
Myndir: Ásdís og Edda