Björn Þ. Þorleifsson fer til Kóreu Frétt fengin af Taekwondo Ísland (www.taekwondo.is).
_________
Björn Þ. Þorleifsson fer til Kóreu

Birni Þ. Þorleifssyni úr Björkunum hefur fengið það einstaka tækifæri að vera boðið að æfa með kóreska landsliðinu. Taekwondo er þjóðaríþrótt Kóreu og landslið Kóreumanna er talið það besta í heimi. Þetta er því mikill heiður fyrir Björn og félag hans.
Björn mun vera staddur í Kóreu ásamt norska landsliðinu með Master Michael Jørgensen í fararbroddi.
Björn stefnir á að komast á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári og á hann góða möguleika á því.

Næstu verkefni Björns eru :

26. júlí -3. ágúst Æfingabúðir í Kóreu með kóreska landsliðinu
16. ágúst Wonderful Copenhagen
25. ágúst -6. sept. Æfingabúðir í Azerbaijan með norska landsliðinu og landsliði Azerbaijan. Æfingabúðirnar eru úrtökumót fyrir Evrópu fyrir Ólympíuleikana
17. -21. sept. HM 2003 í Þýskalandi
11. -12. okt. Opna sænska Meistaramótið
15. -16. okt. Opna pólska Meistaramótið
1. -3. des. Heimsúrtökumót vegna Ól 2004
Jan. -Feb. 2004 Evrópuúrtökumót vegna Ól 2004 í Azerbaijan

Texti: Rósa Margrét
Mynd af Birni: Erlingur Jónsson