Þetta verður svaðalegur bardagi! Einhver á eftir að meiðast!
Ég ætla að vona að Igor taki þennan hann þarf á góðum sigri að halda. Fólk er byrjað að efast um manninn. En ahnn er löngu búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Cro-cop er á ótrúlegri uppleið. Einkennismerki hans eru ótrúlega kraftmikil spörk. Seinasti bardagi hans var gegn Heath Herring þar sem hann gjörsamlega rústaði greyið Heath The crazy texas horse Herring.
Antonio “Minotauro” Nogueira vs Ricco Rodriguez
Ég held að Nogueira taki þennan. Ricco var alveg niðurbrotinn eftir að hafa tapað fyrir Tim Sylvia í seinasta bardaga. En hann er ákveðinn að tapa ekki tveimur bardögum í röð. Og er búinn að æfa eins og vitleysingur fyrir þennan bardaga. En ég held að Nog sé bara of góður fyrir hann. Nog ætlar að ná beltinu sínu af Fedor og ég held að það sé bara tíma spursmál hvenær það gerist.
Gary Goodridge vs Fedor Emelianenko
Ég held að Fedor taki þennan bardaga nokkuð örugglega En aþð er samt aldrei hægt að segja til um Gary Goodridge. Goodridge er kanski eitthvað ryðgaður enda ekki búinn að vera keppa mikið undanfarið. ´Tapaði seinast fyrir Antonio Nogueira sem einmitt missti beltið sitt til Fedors. Fedor er ótrulega heitur um þessar mundir með aðeins einn ósigur í 14 viðureignum en sá ósigur var gegn Tsuyoshi Kosaka. Seinasti sigur hans var gegn Kazuyuki Fujita.
Kazushi Sakuraba vs. Wanderlei Silva
Vanderlei og Kazushi mætast hér í þriðja sinn og hefur Vanderlei haft betur úr hinum bardögunum. Braut bein í Kazushi í báðum hinum bardögunum og ég á von á því að hann geri það aftur í þessum. Kazushi hefur ekki gengið nógu vel undanfarið og er fólk farið að hann sé brunninn út. Kazushi getur alltaf komið á óvart enda ótrúlega hæfileikaríkur og teknískur. Kom mörgum á óvart þegar hann tapaði fyrir Antonio Schembri í seinasta bardaga. Wanderlei er mjög ákveðinn í að vinna þetta mót og segjist ekki geta beðið eftir að mæta Quinton Rampage Jackson og kenna honum lexíu. Silva er samt nýkominn úr skurðaðgerð á báðum hnjánum. Það kemur í ljós hvort að það eigi eftir að há honum.
Kiyoshi Tamura vs. Hidehiko Yoshida
Margir hafa efast um Tamura og getu hans en ég segi bara að ef hann getur unnið menn eins og Dave Menne, Renzo Gracie, Jeremy Horn og Pat Miletich þá ætti það að segja sitt. Hann hefur mikla reynslu og það er aldrei að vita hvað hann kemst langt á þessu móti. Tapaði seinast fyrir hnullanum honum Bob Sapp. Yoshida er júdomaður með litla en góða reynslu af Pride. tveir bardagar tveir sigrar þar af einn gegn Don The predator Frye. Hann á eftir að sanna sig í Pride og ef til vill gerir hann það í ´næstu keppni.
Quinton Jackson vs. Ricardo Arona
Quinton Rampage Jackson er í uppáhaldi hjá mörgum mma aðdáendum. Ótrúlegur kraftur og þungar hendur eru einkennismerki hans. En það eru líka margir sem hata Jackson vegna mikils hroka og vanvirðingu. Tökum sem dæmi eftir að hann vann Kevin Randleman þá fór hann að ögra Vanderlei Silva sem sat úti í sal og var að fylgjast með bardaganum, Silva var ekkert að láta hann vaða yfir sig og stökk bara beint upp í hringinn lét hann heyra það. Jackson er að bíða eftir tækifæri til að ná Pride beltinu sem er í eign Silva og er búið að vera það ansi lengi. Brasilíumaðurinn Ricardo Arona hefur verið umdeildur vegna leiðinlegs bardagastíls. Hann er mikið fyrir að ná andstæðingnum í gólfið og reyna bara að halda honum þar og vinna á stigum. með átta sigra og einn ósigur á bakinu. Þessi eini ósigur hans kom gegn Fedor Emalianenko. En hann hefur unnið menn eins og Jeremy Horn(2x) Dan Hollywood Henderson, Murilo Rua og Guy Mezger. Það er aldrei að vita hver vinnur þennan. Ég myndi vilja að Jackson myndi vinna þennan svo að við fáum að sjá Jackson v.s Silva.
Chuck Liddell vs. Alistair Overeem
Chuck Liddell er hér í fyrsta sinn að keppa í Pride, en honum er búið að ganga frabærlega í ufc. Tapaði í seinasta bardaga sínum gegn gamla brýninu Randy Couture og tapaði þar séns á því að vinna hið eftirsótta ufc belti. Liddell er búinn að standa sig mjög vel og er með 11 sigra og tvö töp á recordinu sínu. Hefur unnið meðal annars menn eins og Kevin Randleman, Murilo Bustamante,Guy Mezger, Jose lendi jons (Péle) og meira að segja Vitor Belfort. Alistair overeem er með góða blöndu af tækni og reynslu en hann hefur aldrei barist við neinn eins góðan og Liddell áður. Overeem er með 16 sigra og aðeins 3 töp. Ég held að Liddell taki þennan bardaga.
Endilega látið heyra í ykkur ef þið eruð með athugasemdir og hvernig þið haldið að bardagarnir fari.
Þá er bara málið að reyna að redda sér stað til að glápa á þetta.
Ég veit allavega að ég ætla ekki að missa af þessu.
If your'e Gonna be dumb you better be tough.