Skylmingar
Skylmingar er gömul íþrótt. Hún hefur verið í nokkuð hundruð ár eins og hún þekkist nú til dags. Löng mjó sverð og þannig. Skylmingar í raunveruleikanum er ekki eins og í bíómyndum. Maður hoppar ekki yfir sverðin eða beygir sig undir sveiflur frá þeim maður tekur ekki svona brjálaðar varnir eða neitt þannig. Þegar er skylmst í raunveruleikanum er brautin 14 metrar á lengd og minnst 2 metrar á breidd. Það er skylda að nota grímu, hanska og jakka. Þegar er skylmst er á mótum er notað rafmagn til að sjá hver náði stigi og hver ekki, maður fær ekki rafstuð. Búningarnir eru gerðir úr efni sem er það sama og er notað í skotheld vesti og grímurnar eiga að þola minnst 600 Newton (?). Þetta kallast ólympískar skylmingar. Í ólympískum skylmingum er hægt að velja um þrjár tegundir af sverðum. Langsverð eða epée. Hún er algengust. Það er allur líkaminn sem er skotmark, það er haldið á sverðinu eins og á byssu og það eru engar reglur, fyrir utan að það má ekki svindla. Svo er það stungusverð eða foil. Hún er líka mjög vinsæl. Það er bara búkurinn sem er skotmark(ekki hendur fætur og höfuð), það er haldið á sverðinu eins og á byssu og það eru einhverjar reglur sem ég kann ekki. Það er ekki mikið skylmst með þessu sverði. Reyndar eru bara tvær manneskjur sem skylmast með þessum tveimur sverðum. Það er lang mest skylmst með höggsverði eða u.þ.b. 98%. Höggsverð eða sabre. Það er haldið öðruvísi á því sverði. Það er bara haldið á því eins og á priki. Það eru sex varnir, bít og þannig. Það er líka dálítið sem kallast árásarréttir. Það er erfitt að útskýra þetta en ég ætla að reyna. Hugsum okkur A og I séu að skylmast. A gerir árás og A og I slá á sama tíma. Því að A gerði árás þá fær A stigið. Annað dæmi: I gerir árás en A tekur vörn og þeir slá samtímis. A fær stigið út af því að hann gerði árás. Þriðja dæmi: I gerir árás og fer framhjá og A fer eitt skref framhjá og þeir slá samtímis. A fær stig útaf því að I fór framhjá þá missti hann árásarréttinn og fær A stigið. Fjórða dæmi: I gerir árás og A gerir bít (létt, snögg snerting á efri hluta sverðsins) og þeir slá hvorn annan samtímis. A fær stigið út af því að hann gerði bít. Þetta eru svona nokkrar reglur um höggsverð. Skylmingar snúast reyndar um miklu meira en þetta. Það er mikil vægt að vera léttur á sér og liðugur eins og köttur. Svo eru það varnir og stöður. Stöðurnar heita angard og lens. Grunnstaðan sem maður labbar áfram og afturábak er angard en lens er þegar það er gert svona klassísk árás. Þa spyrnir maður fremri fótinum fram og þá á sá vinstri (hægri ef maður er örvh.) að vera nokkuðveginn beinn. Í angard þá ertu með vinstri fótinn svona venjulega. Ef þú prófar að standa venjulega og hafa dálítið bil milli fótanna og beygja þig svo og vera bein/n í baki og svo snýrðu hægri (vinstri ef þú er örvhentur) í ¼ úr hring eða 90°. Svo labbarðu áfram með hægri fótinn fyrst og afturábak með vinstri fótinn fyrst.
Þegar verið er að dæma á alþjóðlegum skylmingamótum er alltaf dæmt á frönsku. Að hverju? Út af því að það voru af miklu leyti Frakkar sem þróuðu þessa íþrótt og þess vegna er mikilvægt að kunna eitthvað smávegis í frönsku ef maður ætlar að keppa í skylmingum. (;
Það má ekki rugla þessari skylmingagrein við einhverjar skylmingar sem hafa þróast út í japan eða kína. Það er allt annað. Þessar skylmingar eru svona logiskari og hraðari en hinar. Þegar verið er að skylmast gerist sumt svo hratt að það er erfitt að sjá hvað var að gerast. Það þarf mjög þjálfað auga til að dæma. Þetta er erfiðara en það virðist vera og það þarf MIKLA þjálfun til að geta gert þetta.
Vonandi hefur þú fundið eitthvað áhugavert við þessa grein því að það er ekkert smá erfitt að útskýra hana á ritmáli. Það getur verið að eitthvað sé stafsett vitlaust og það verður bara að vera. Ef þú hefur áhuga að vita meira um skylmingar eða vilt vita hvar er hægt að æfa ekki hika við að hafa samband! (Ath. myndin hér að ofan er tekinn með sérstakri myndavél)