Jeet Kune Do er bardagalist sem er þekkt sem “bardagalistin hans Bruce Lee” em það var einmitt Bruce Lee sem fann þessa Bardagalist upp, reyndar er það ekki allveg rétt að kalla þetta bardagalist því þetta er meira heimspeki. Í þessari grein ætla ég að eins að fjalla um JKD.
Bruce Lee hafði æft Wing Chun Kung-fu í þónokkurn tíma en honum fannst þetta alltaf vera eitthvað svo lélegt vegna þess að hver það voru fastar stöður sem allir þurftu að vera í og þetta var bara allt of mikið farið eftir bókinni. Bruce Lee trúði því að hver maður hefur sinn eigin bardagastíl sem virkar best fyrir hann og þarf hann bara að finna hann sjálfur, en það er einmitt það sem JKD snýst um, að finna sitt eigið.
JKD er oft kallað stíll engins stíls og er það vegna þess að maður finnur einfaldlega út hvernig maður vill berjast. JKD er blöndun af austurlenskum bardagaíþróttum, boxi, evrópskum bardagaíþróttum ofl. Allt það besta er tekið og lélega sleppt. JKD fylgir engum lögum eða sérstökum reglum og er algjörlega frjáls.
Bruce Lee sagði einu sinni að maður ætti að vera hreyfanlegur og alltaf stökkvandi á tánum því vatn væri mjúkt efni sem engin getur skaðað en það getur gert göt í steina.
6 Mánuðum áður en Bruce Lee dó lét hann loka öllum dojo-um sem kenndu JKD og eru þessvegna engar official stöðvar sem kenna JKD í heiminum í dag.
Þetta var bara eitthvað smá um JKD sem ég skrifaði eftir minni.
En að lokum vildi ég athuga hvort Salvar og félagar gætu nokkuð reddað einhverjum gaur sem getur kennt JKD og haldið námskeið hér svona svipað og með Kickbox gaurinn? Það væri virkilega gaman að fá þannig!
Lyrus