Nú fylgdist ég með UFC 43 á play-by-play á netinu í gær og ætla að skrifa smá rundow um það sem átti sér stað. Ef að þið viljið ekki vita úrslitin (videoið verður kannski komið á Kazaa einhverntímann í næstu viku fyrir ykkur ADSL-hórur ;-) Þá EKKI LESA LENGRA!!! Þeir sem ekki hafa kost á að fylgjast með UFC dags-daglega en vilja vera svona inn í því hvað er að gerast geta nýtt sér þennan pistil.
1. Pedro “The Rock” Rizzo vs. Tra “Trauma” Telligman.
Báðir voru geim og skiptust á höggum, Telligman sótti hart til að byrja með, og smellti mörgum bombum á Rizzo sem að hörfaði undan og counter-punchaði eins og honum einum er lagið. Rizzo er einn rólegasti og skipulegasti striker sem UFC hefur átt, stundum um of jafnvel. Smám saman náði hann yfirhöndinni og byrjaði að pikka æ stærri holur í vörn Telligman, tók hann svo í jörðina út við vegginn, stillti honum upp og negldi nokkrum góðum bombum í andlitið á honum þar. Stóð svo upp og Telligman fylgdi á eftir. Rizzo gekk á lagið og clinchaði, negldi inn klassa Muay Thai hné beint í skurð sem að Tra hafði fengið fyrr í bardaganum ofan við augað og stækkaði hann. Nokkrum bombum seinna var blóð farið að spýtast úr skurðinum á Telligman og dómarinn stoppaði bardagann. Bæði Rizzo og Telligman sýndi mikið hjarta og ekki vera hissa þó að baráttuvilji Telligmans og mikil framför geri það að verkum að hann snúi aftur þrátt fyrir tap. Hann var í mun betra formi og mun aggressívari en áður en hann yfirgaf MMA til að boxa fyrir 2 árum. Rizzo náði akkúrat því sem að hann þurfti, afgerandi sigur og góð frammistaða, eftir 2 töp í röð var verið að tala um að hann ætti ekki afturkvæmt í UFC.
Úrslit: Pedro Rizzo á TKO 2nnur lota
2. Matt “The Law” Lindland vs. Falaniko Vitale
Örugglega skrítnasti sigur í sögu UFC, Lindland kom út aggressífur og gerði mikið til að ná Vitale(sem er submission grappler frá Hawaii)í gólfið. Vitale streittist á móti og sýndi góða vörn gegn öllum tilraunum Lindland til að fella hann. Þegar rétt rúmlega ein og hálf mínúta var liðin af fyrstu lotu reyndi Lindland bringu-fellu(belly-to-belly suplex)en rann á blautum blett á mottunni, féll illa með hnakkann í mottuna og sekúndubroti seinna fékk hann ennið á Vitale í andlitið. Lindland steinrotaðist og mun þetta vera í fyrsta skiptið sem að keppandi rotar sjálfan sig.
Úrslit: Vitale á KO 1sta lota(en hefði Lindland ekki átt að fá KO? ;-)
3. Yves Edwards vs Eddie Ruiz
Yves Edwards sýndi og sannaði að hann á svo sannarlega skilið að vera fast andlit í léttviktinni UFC, hann sýndi mikla yfirburði yfir Ruiz allan bardagann bæði standandi og í jörðinni, mikið af högg fléttum, mikið af lág og há spörkum og mun betri gólfglímu-skills. Ruiz sannaði lítið nema að hann er með stórt hjarta, gott þol og járnkjamma ógurlegan, gæti örugglega staðið sig vel gegn minni spámönnum en var algerlega út-klassaður af Edwards. Þessi járnkjammi gerði þó að verkum að Edwards gat ekki klárað dæmið, en vann verðskuldaðann einróma dómarasigur
Úrslit: Edwards á JD
4. Kimo Leopoldo vs. David “Tank” Abbot
Retro-slagur kvöldsins var þessi viðureign risaeðlanna í fleiri en einum skilningi. Kimo kom fyrst fram á sjónarsviðið í UFC 3 og Tank í UFC 6. Tank sýndi og sannaði enn einu sinni að hann er einhæfur rotari en það sem fæstir bjuggust við var að Kimo tók ýstrubelginn í jörðina án þess að blása úr nös og sýndi furðu góða fangbragða tækni(enda búinn að vera að stúdera Brazilian Jiu-Jitsu undanfarin ár)náði hliðar hengingu(side choke) strax og hélt því vel, færði sig svo yfir og Tank gaf upp bakið og Kimo læsti inn skólabókar bakhengingu(rear naked choke) og Tanksterinn tappaði eins og ritvél eftir ca 1:40
Kimo virtist vera í góðu formi og mun fókusaðri og alvörugefnari en áður og sagði eftir bardagann að hann væri búinn að koma lífi sínu í lag, losa sig við fíkniefni og ýmis sálræn vandamál og ætlaði að einbeita sér að MMA héðan í frá. Kimo hefur alltaf haft náttúrulega hæfileika en ekki getað sýnt þá sem skyldi. Kannski er hans tími kominn?
Úrslit: Kimo á Submission(Rear Naked Choke) 1sta lota
5. Ian “The Machine” Freeman vs Vernon “Tiger” White
Vernon White hljóp í skarðið fyrir slasaðan Ken Sharock með stuttum fyrirvara og stóð sig eins og hetja miðað við að Freeman var mun þyngri(ca. 10-15 kg). Bardaginn var víst harður og jafn fyrstu tvær loturnar en í síðustu lotu voru báðir aðilar orðnir fremur þreyttir og lítið að gerast. Má segja að White hafi unnið varnarsigur.
Úrslit: Jafntefli.
6. Vitor “The Phenom” Belfort vs. Marvin “The Beastman” Eastman
Vitor Belfort er kominn aftur!!! “Gamli Vitor” sem allir héldu að væri búinn að tapa hreðjunum mætti firnasterkur til leiks gegn upprennandi og erfiðum andstæðing. Vitor sýndi að hann var ekkert að djóka þegar hann sagðist vera að æfa mest Muay Thai þessa dagana, hann raðaði inn sínum trademark “vélbyssu-höggum”, vinstri-hægri-vinstri-hægri hraðar en augað gat numið, clinch-aði svo og negldi inn gríðarlegu hné sem að opnaði einn stærsta skurð í sögu UFC ever! Eftir eina höggfléttu í viðbót skakkaði McCarthy dómari leikinn og Marvin Eastman fór beint á sjúkrahús. Vona að þeir hafi ekki orðið uppiskroppa með saum þar sem að skurðurinn var NASTY! Vitor er kominn aftur inn í titil myndina í Léttþungavikt og var í mjög góðu formi. Brast hann í grát eftir bardagann og lofaði aðdáendum sínum að héðan í frá myndi hann einbeita sér 100% að MMA.
Úrslit: Vitor Belfort á TKO 1sta lota
7. Frank “Conan” Mir vs Wes “The Project” Sims
Wes Sims er afsprengi Hammer House Gym sem var stofnað af Mark Coleman. Aðrir sem þaðan hafa komið eru Kevin Randleman og Mark Kerr. Allir eru þeir “stórir og sterkir” strákar(*hóst*sterar*hóst*)en Sims er nú bara too much. Eftir að Mir hafði refsað honum illilega í fyrstu lotu og Sims ekkert að ná að finna sig náði hann fellu OG BYRJAÐI AÐ STAPPA Á HAUSNUM Á HONUM?!?
Mætti halda að Sims hafi æft fyrir bardagann með því að horfa á gamlar Riverdance spólur því að hann stappaði oftar en einu sinn beint oná andlitið á Mir með hælnum og var náttúrulega dæmdur úr leik með það sama. Mir slapp án teljandi meiðsla fyrir utan glóðarauga og skurð en var engan veginn sáttur eins og skiljanlegt er. Steranotkun virðist vera að fara úr böndunum í Hammer House þessa dagana þar sem að það var greinilegt að Sims missti algjörlega stjórn á sjálfum sér og væri réttast að sparka honum alfarið úr sportinu fyrir þessa hættulegu og villimannslegu hegðun.
Úrslit: Frank Mir á DQ 1sta lota
8 Chuck “The Iceman” Lidell vs. Randuy “The Natural” Couture.
Ævintýrin gerast enn dömur og herrar. Eftir að hafa tapað tveim síðustu bardögum sínum sem þungaviktarmaður og ekki nema einni viku frá því að verða fertugur kom Randy Couture firnasterkur til leiks og endanlega innsiglaði stöðu sína sem legend í UFC með því að vinna þriðja meistarabeltið sitt. Couture hefur alltaf keppt sem þungaviktarmaður þó svo að hann sé í raun vel fær um að kötta þyngd niður í léttþungavikt og yfirleitt barist við andstæðinga sem eru mun stærri en hann. Flestir bjuggust við að Lidell myndi refsa gamla manninum standandi enda einn besti striker í MMA heiminum. En nei, Couture kom út aggressívur, clinchaði og notaði “dirty boxing” tæknina sem hann hefur orðið svo frægur fyrir, smellti Lidell í jörðina oftar en einu sinni og skiptist svo á höggum við hann alveg óhræddur. Lidell virtist ringlaður, gat ekki myndað neina haldbæra vörn gegn þessum ofvirka gamlingja, og það var greinilegt að Couture er mun sneggri og snarpari sem light-heavyweight heldur er heavyweight. Í þriðju lotu tók Couture Lidell endanlega niður, raðaði inn höggum og McCarthy stoppaði slaginn. Randy Couture mun að öllum líkindum fá heiðurinn af því að endalega jarða Toto Ortiz sem að hefur ekkert gert undanfarna mánuði nema að dodge-a Chuck Lidell svo voðalega að ímynd hans sem hættulegasta MMA fighters í heimi er algerlega hrunin. Miðað við hvernig Couture rúllaði yfir Lidell þá ætti Tito Ortiz ekki að vera mikið vandamál. Allt er fertugum fært, greinilega.
Úrslit: Couture á TKO 3ja lota.
Verði ykkur að góðu