Keppni einstaklinga í júdó á Smáþjóðaleikunum lauk í dag. Íslendingar fengu 2 gull sem er óvenju lítið. Það voru Ármenningarnir Bjarni Skúlason og Heimir Haraldsson sem redduðu því. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart en ég hefði ætlast til þess sama af Vigni Stefánssyni. Mér komu mest á óvart Máni Andersen sem fékk silfur (ég held að hann sé einungis með blátt belti) og Margrét Bjarnadóttir sem fékk líka silfur, en Íslensk kona hefur ekki fengið silfur á leikunum áður svo ég viti.
Sveitakeppnin er á föstudag, en annars fengu þessir verðlaun:
Höskuldur Einarsson – 2. sæti í –60 kg.
Margrét Bjarnadóttir – 2. sæti í –63 kg.
Vignir Stefánsson – 3. sæti í –81 kg.
Bjarni Skúlason – 1. sæti í –100 kg.
Heimir Haraldsson – 1. sæti í 100 kg.
Hjördís Ólafsdóttir – 3. sæti í – 57 kg.
Snævar Jónsson – 3. sæti í – 73 kg.
Máni Andersen – 2. sæti í – 90 kg.