Ég hef verið að pæla ofurlítið undanfarið, væri réttlætanlegt að hafa grunn einhverrar bardalistar til kennslu í grunnskólum?
Ég fór að spá í þessu við lok síðustu verslunarmannahelgar. Ef einhverjar af þessum stelpum sem urðu fyrir árás hefðu kunnað að verja sig með einhverjum ráðum, þá hefðu ekki orðið jafn margar nauðganir. Auðvitað verða flestar nauðganir á meðan fórnarlambið er undir þungum áhrifum drykkju, en það eru alltaf einhver tilfelli þar sem grunntækni í t.d. jujitsu hefði komið sér vel, og þá hefði fórnarlambið getað komið sér undan.
Það var ráðist á kærustuna mína þegar hún var í Bretlandi. Hún var á gangi síðla kvelds þegar hópur uppspíttaðra stelpna réðist á hana og barði fyrir það eitt að líta á þær. Hún fékk bara skrámur, en það hefði getað verið verra. Um leið og hún kom heim fór hún að æfa Jiu Jitsu. Það er spurning hvort einhver kunnátta í JJ hefði ekki getað komið að gagni í svona aðstöðu.
Ef við reynum að setja dæmið upp í soldinn ‘pros vs cons’ lista…
Kostir kennslu bardagalista í skólum -
Bardagalistir kenna aga. Flestir kennarar á Íslandi eru sammála um að einn helsti vandi skólakerfisins sé agaleysi unglingana, þeir hlýða ekki. Agaleysi telst óþekkt vandamál í dojoum/dojöngum landsins.
Bætir styrk og heilsu. Flestir unglingar hafa áhuga á bardagalistum/sjálfsvarnarlistum. Hreyfingarleysi er orðið þekkt vandamál, íslensk börn eru feit og stirð.
Eykur sjálfstraust nemandans. Með aukinni trú á eigin getu eykst sjálfstraustið. Það er oft vandi sem margir muna eftir frá því í grunnskóla að hafa ekki nægt sjálfstraust til að gera eitthvað, aukið sjálfstraust er eiginlega óbein afleiðing æfingu bardagalista.
Gallar -
Það eru alltaf einhver rotin epli sem myndu nýta sér kunnáttu sína til að skemma fyrir. Hvort að það væri hægt að berja inn í hausinn á krökkunum að sjálfsvarnarlistir eru einungis til sjálfsvarnar en ekki til níðingsháttar væri gaman að sjá.
Hvað finnst ykkur, er þetta eitthvað sem myndi ganga? Væri þetta jafnvel framkvæmanlegt í rykfallna menntakerfinu okkar?
En eins og ég segi þá eru þetta pælingar.
Ég var líka að spá í að birta þetta á ‘Skólar’ áhugamálinu, góð hugmynd eða slæm?