Með góðu gengi BJJ-æfinga undanfarnar vikur finnst mér að menn eigi að fara að huga að stofnun alvöru félagsskapar sem hefur það að markmiði að gera veg BJJ og annarra fangbragða-lista sem mestan hér á landi. Júdó er náttúrulega fast í sessi hér á landi en mér finnst að frekar en að vera með einhver BJJ-only félag ættu unnendur ALLRA fangbragðalista að bindast fastmælum um samvinnu í sínum málum.
Legg ég hér með til að unnið verði að stofnun Fangbragða Félags Ísland(FFÍ) sem myndi verða aðal-authority fyrir iðkun BJJ, Grísk-Rómverskrar Glímu, Frálsri Glímu og annarra stíla á Íslandi.
Sambandið myndi stuðla að almennri þjálfun, menntun leiðbeinanda, mótshaldi í hverjum stíl og jafnvel crossover keppnum á borð við Abu Dhabi-grappling keppnina.
Einhver stemming fyrir þessu?