Íslandsmótið í sveitakeppni í júdó fór fram í dag 11. maí. Ármenningar bundu þar enda á 2ja ára sigurgöngu Júdófélags Reykjavíkur í karlaflokki með 5-2 sigri.
Í -60 kílóa flokki sigraði hinn kornungi Darri Kristmundsson (Á) öldunginn Höskuld Einarsson (JR) með refsistigi á lokasekúndunni.
Í -66 kílóa flokki sigraði barnastjarnan fyrrverandi Ólafur Baldursson (Á) hinn unga og öfluga Heimi Kjartansson (JR) með ippon úr drop seoi nage.
Í -73 kílóa flokki sigraði hinn síungi reynsluhestur Eiríkur Kristinsson (JR) hinn hugprúða Andra Júlíusson (Á) á ippon.
Í -81 kílóa flokki sigraði hinn helmassaði hálfbandaríski Vignir Stefánsson (Á) hinn Norðurlandameistarann fyrrverandi Snævar Jónsson (JR) á ippon með varnarbragði.
Í -90 kílóa flokki sigraði hræið af Þorvaldi Blöndal (Á) hinn upprennandi Mána Andersen (JR) með fastataki.
Í -100 kílóa flokki sigraði hinn magnaði Bjarni Skúlason (Á) fyrrverandi fóstbróður sinn Baldur Pálsson (Á) og ég man ekki hvernig.
Í +100 kílóa flokki sigraði hinn risavaxni Gunnar Sigurðsson (JR) Íslandsmeistarann Heimi Haraldsson (Á) á ippon með harai-goshi.
Auk ofantalinna voru varamenn í sveit Ármanns ef ég man rétt þeir Björn Halldór Óskarsson, Vilhelm Svansson, Bjarni Þór Margrétarson og Víkingur Ari Víkingsson.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1995 sem Ármann vinnur sveitakeppnina. Ármann vann einnig unglingaflokkinn og yngri barnaflokkinn en JR vann kvennaflokkinn og eldri barnaflokkinn. KA reið ekki feitum hesti norður að þessu sinni.
Áfram Ármann,
Fyrirliðinn.