Erm…..ég skil hvað þú ert að meina. En ég er engann veginn sammála þér. Númer 48 á heimslista í íþrótt sem að telur tugþúsundi iðkenda finnst mér nú bara nokkuð gott. Ég ætla rétt að vona að það séu fleiri en 47 þungaviktar boxarar í heiminum sem geta talist nógu góðir að þeir séu verðugir fulltrúar síns sports. Ég leyfi mér að segja það að maður númer 48 á lista sem telur þúsundir pro-boxara í heiminum hlýtur að teljast A klassa boxari(Kannski A-, eða jafnvel B en ekki verri en það
“Boxari að vera eins og Boxari getur orðið….”
Hmmm….hvað getur boxari orðið? Hversu margir, að þínu mati, eru aktívir í dag sem hafa náð þessu takmarki? Hverjir, að þínu mati, geta haft jafnþunga MMA-Menn í keppni undir UFC reglum
Ef þú ert ekki kunnur reglunum þá eru þær hérna:
http://www.ufc.tv/learnUFC/rulesUfc.aspTo pp 10 segirðu……það er ekkert grín að KOMAST á Topp 10 í boxi, það þarfnast þrotlausra æfinga og menn verða einfaldlega að einbeita sér að því að æfa box frá morgni til kvölds ef að þeir ætla að ná því marki. Þeir sem æfa annað með geta ekki ætlast til þess að eiga séns í þá sem hafa tileinkað boxinu líf sitt….Box hefur þröngar reglur miðað við flestar aðrar bardagaíþróttir. Þeir sem æfa hnefahögg 100% standa náttúrulega betur að vígi í keppni þar sem einungis má nota hnefa á móti mönnum sem æfa kannski 20% hnefa, 20% spörk, 20% Hné% 20% Glímu og 20% Lása
Þar er 80 % af þjálfuninni ónothæf. Ekki hægt að ætlast til mikils af þeim. Það finnst mér gera sigur Ingólfs ennþá tilkomumeiri.
Undir UFC reglum standa samt þeir sem æft hafa fleiri en einn stíl betur að vígi.
Mér leiðist að segja það en mér finnst sem að þú sért löngu búinn að gera upp hug þinn um þetta mál og komir hingað aðallega til að starta misklíð. Svosem allt í lagi, fínt að geta rökrætt sín mál á netinu en áður en þú kommentar um aðra stíla eins og þú hefur gert þá mæli ég með að þú gerir eftirfarandi:
1. Láttu Thaiboxer sparka í hnéð á þér og sjáum hvernig þú fílar það. (þéttleiki og högghraði hjá meðal Thaiboxara er svipaður og á meðal hafnaboltakylfu)
2. Reyndu að standa í lappirnar þegar meðal júdómaður (grænt belti kannski) kemur framan að þér. Ef að þú endist meira en 30 sek. á fótunum skal ég taka ofanaf fyrir þér)
Ef að þú gengur í gegnum þessar tvær lífsreynslur og trúir því enn að box sé allt sem þarf og best af öllu……þá skal ég vera sammála þér.
Og að lokum tvær ábendingar: Ingólfur barðist við Dana, ekki Rússa(sýnir kannski hversu mikinn boxáhuga þú hefur, en kannski varstu að horfa á Sýn en ekki Skjá Einn þetta téða kvöld ;-)
Prófaðu að taka nokkrar UFC spólur og tékkaðu á þeim. Þar kemur berlega í ljós hversu auðvelt er að taka menn í gólfið.
Þangað til við rífumst næst:
Einar Freestyle