Eins og fram hefur komið er ÍM í júdó laugardaginn 5. apríl í Austurbergi. Dagskráin er eitthvað þessu lík:
11:00-12:30: Undankeppni karla -90, -100, +100 og kvenna -70, -57.
12:30-13:10: Undankeppni karla -81.
13:15-14:30: Undankeppni karla -60, -66, -73 og kvenna -63.
14:30-15:00: Undankeppni opnum flokki karla og kvenna
15:00-15:30: Bronsglímur.
15:30-16:00: Úrslitaglímur.
Reynsla mín segir mér að maður eigi e.t.v. ekki að stilla úrið sitt eftir þessari áætlun.
Fjöldi keppenda er 38 karlar og 12 konur. Það verða að teljast skammarlega fáir hausar.
Ég hlakka mest til að sjá Þormóð hinn ógurlega. Vona innilega að hann keppi, en hann var nýlega fótbrotinn eða eitthvað álíka. Ég hef heyrt að hann sé 131 kg og 5,1% feitur. Hann þyrfti bara að fá alvöru menn til að glíma við.
Þorir einhver að spá um úrslit í flokkunum?