Frank Shamrock er nú aftur orðinn meistari eftir rúmlega 2 ára hlé frá bardagaheiminum. Hann keppti síðasta fimmtudagskvöld, 27 mars, gegn manni er heitir Bryan Pardoe og er það enginn aumingi af mynd hans að dæma:
http://www.sherdog.com/fightfinder/displayfighter.c fm?fighterid=3543
Frank Shamrock neyddi hann til að gefast upp í 1.lotu á 1:46 min með Armlock. Frank Shamrock er þá milliþungarmeistari WEC(World Extreme Cagefighting). Þess má geta að í síðasta “comebacki” sínu keppti hann á móti lítið þekktum ástrala, Elvis Sinosic, en þó að hann hafi unnið þann bardaga náði ástralinn að hanga með honum út allan bardagann. Hans comeback í þetta skipti var því mjög tvísýnt, þvi var spáð að annað hvort myndi hann vera undisputed eða þá unimpressive. Það verður því mjög gaman fyrir MMA áhugamenn og aðdáendur að sjá hvernig honum á eftir að ganga í framtíðinni eftir að hann kom inn með svona impressive comeback. Hver veit, kannski verður hann undisputed champion aftur eins og forðum dögum UFC.