Jæja ég ætla að senda þetta inn til að athuga hvort það sé einhver áhugi fyrir svona. Þetta er e-ð sem ég er að athuga en það er ekkert komið á hreint.

Um Æfingabúðirnar.
Búðirnar eru staðsettar á eynni Koh Samui í Tælandi, á hinni svokölluðu Lamai strönd. Ótrúlega fallegur staður sem er umkringdur fallegri náttúru og volgum sjó. Þessar æfingabúðir hafa alið af sér margann meistarann og margir stunda búðirnar af kappi. Margir Karate og Tae Kwon Do iðkendur, svo og keppendur í K-1, og aðrir MMA gaurar. Svo að sjálfsögðu Muay Thai bardagamenn.

Kennarar og æfingaplan.
Allir kennararnir eru fyrrverandi pro keppendur í tælandi er mér sagt og allir vita þeir hvað þeir eru að gera. Margir eru mjög sérhæfðir og bjóða uppá kennslu fyrir þá sem eru kannski slakir í í eini deild, svo sem hné, olboga, clinch, takedowns og spörk. Einnig er yfirþjálfarinn goðsögn í lifandi lífi sem hefur barist í ótal bardögum.

Það eru tvær skipulagðar æfingar á dag, morgunæfing klukkan 7:00 og síðdegisæfing klukkan 17:00. Einnig fer fram kennsla í Krabi Krabong (tælenskum vopnum), Muayboran (sjálfsvörn), Rammuay og sögu Muay Thai. Einnig geturu notað frítímann í 1 on 1 tíma með þjálfurunum.

Aðstaða og gisting
Aðstaðan er eins og gerist best í æfingabúðunum í tælandi, pláss fyrir sirka 30 til að athafna sig frjálslega í salnum, hanskar púðar og allt þess tilháttar. Lyftinga og þreksalur. Einnig er útbúnaðarsala ef þér vantar e-ð.

Gistingin fer fram í skálum með þernuþjónustu. Svokölluðum bungalows. Öll sú aðstaða er til fyrirmyndar og þvert á við normið í æfingabúðum í Tælandi sem eru oft mjög ósnyrtileg. allir skálar hafa aðgang að eldhúsinu í æfingarbúðunum. Bungalows fara eftir hvað þú villt úr þeim. Svosem:

Delux skáli, með tvíbreiðu rúmi, kabal sjónvarpi, loftræstingu og sér baðherbergi. Tilvalið fyrir pör.

Venjulegur skáli, með svefnaðstöðu fyrir 1-3, loftræstingu og sér baðherbergi.

Rural Jungle skáli, bara nauðsynin. Ekkert baðherbergi bara svefnaðstaða og vifta. Fyrir alvöru karlmenn ;)


Verðið.
Þetta er kannski ívið dýrara en venjulegar ævintýrabúðir. En þetta er ævintýri og örugglega einstök upplifun. Svo fær mar líka gott sumafrí útúr þessu ;)

Ef við miðum við 2 vikna æfingatrip þá mættir reikna þetta út svona.

Flug til London 15.000

Flug til Koh samui eða Bangkok? Er ekki viss, á eftir að skoða það betur en eftir að hafa skoðað heimasíðu ferðaskrifstofu stúdenta má áætla að verðið sem um 40.000 - 55.000.

Gisting og æfingar, er mjög flökktandi eftir því hvernig skála þú ert í. Auðsjáanlega er ódýrast að vera með einhverjum öðrum í skála.

Rural jungle skáli = 15.000 per mann

Normal skáli = 20.000 í einbýli, 16.000 í tvíbýli, 15-14.000 í þríbýli.

Delux skáli = 30.000 per mann í tvíbýli.

Þannig að ef við miðum við Mann í tvíbýli í normal skála þá er þetta um 70-85.000 Ekki það mikið miðað við hvað þú ert að fá útúr þessu.

Ég vill endilega að þeir sem hafi áhuga endilega láti mann vita. Stórefa að fólk nenni að leggja í svona í hóp undir 10 manns. Kvet alla sem hafa áhuga, ekki bara Muay Thai og kickboxera heldur alla sem hafa áhuga á framandi menningu og bardagalistum, hvort það sé TKD, MMA eða þessháttar. einnig er vert að minnast á það að konur eru velkomnar þangað og hafa margir kvenna muay thai meistarar komið úr þessum búðum.

Takk fyrir mig, Ágúst.
————————-