Drekinn deyr aldrei Einhverjir eru nú búnir að lesa þessa grein þar sem ég sendi hana inn sem svar eftir hina hörmulegu grein um Bruce Lee frá Lemiux. En þar sem fólk nennir kannski ekki að lesa endalaust þar sem fólk er að rakka hann Lemiux niður í svörunum, þá ætla ég bara að hafa mitt svar sem sér grein, ef ykkur er sama.


Á kínverskum spítala í San Francisco, 27. nóvember árið 1940 fæddist Lee Jun-Fan (Bruce Lee). 1941 flutti hann síðan ásamt foreldrum sínum til Hong Kong. Pabbi hans var fræg kvikmyndastjarna í Hong Kong þannig að Bruce Lee fékk fullt að hlutverkum í myndum með föður sínum. Þegar Bruce Lee var 13 ára fór hann að læra Wing Chun, sem er sérstakur stíll í kung fu. Yip Man var kennarinn hans, en hann var einn virtasti Wing Chun kennari í heiminum. Bruce æfði daglega hjá honum og lagði sig allan fram.
Bruce var mikið í götuslagsmálum þegar hann var unglingur og var líka mjög vinsæll hjá hinu kyninu. Aðal hustlið hans var “finnið vöðvana mína”. Bruce var líka mjög góður dansari og árið 1958 vann hann Hong Kong meistarakeppnina í cha-cha-cha.
En í apríl 1959 flutti hann aftur til San Francisco. Þar kláraði hann menntaskóla og fór að læra heimsspeki. Á meðan kenndi hann kung fu og fékk smá vasapening fyrir það. Hann varð fyrir barðinu á kynþáttahatri og fór það rosalega í taugarnar á honum.
Bruce Lee flutti svo til Seattle og kynntist Lindu C. Emery. Þau giftust árið 1964. Með henni eignaðist hann tvö börn, fyrst Brandon og svo seinna Shannon. Bruce Lee æfði ótrúlega mikið og las líka allskyns bækur um bardagalistir. Bruce drakk ekki og lifði mjög heilbrigðu lífi. Hann drakk mikið te en aldrei kaffi, og þegar honum var boðið kaffi bað hann frekar um mjólk. Hann tók inn fullt af vítamínum og tvisvar á dag bjó hann sér til mjög prótínríkan drykk, þar sem hann notaði m.a. egg og lét oft skurnina fljóta með líka.
Bruce Lee æfði sex daga vikunnar. Hann vaknað eldsnemma á morgnanna, byrjaði daginn á að gera magaæfingar og hélt svo áfram að gera allskonar aðrar styrktaræfingar. Í hádeginu fór hann alltaf út að hlaupa, hvernig sem viðraði og hélt svo áfram það sem eftir var af deginum að gera æfingar eins og t.d. að lyfta, hjóla, sippa ásamt kung fu æfingum.
Hann var eiginlega að allan daginn. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann gat æft svona mikið. Málið er að Bruce Lee hafði þann hæfileika að geta gert margt í einu. Oft þegar hann var að lesa var hann með handalóð í annari hendinni og bókina í hinni. Og eitt sem mér finnst frekar ótrúlegt, en er samt satt, er að hann átti það til þegar hann var að borða að gera armbeygjur með annari hendinni á meðan hann skóflaði upp í sig með hinni. Og að sjálfsögðu þegar hann var að horfa á sjónvarpið, gerði hann æfingar. En eitt það fyndnaðsta sem ég hef lesið um hann var þegar hann las bók, horfði á sjónvarpið, hélt annari löppinni á sér uppi í höfuðhæð og spjallaði við einhvern í leiðinni.
Hann var oft með sýningaratriði á karate og judomótum. Þau voru oft þannig að hann gerði armbeygjur með annarri hendinni á tveimur puttum, braut spýtur á ótrúlegan hátt ásamt allskonar bardagatæknum sem gjörsamlega ótrúlegt var að horfa á.
Kínverskir kennara í Bandaríkjunum voru mjög mikið á móti því að Bruce Lee væri að kenna hvítu og svörtu fólki, þeirra leyndardóma (kung fu). Það fannst Bruce Lee vera fáranlegt. Þannig að þeir bönnuðu honum að kenna. Bruce spurði hvernig þeir ætluðu að fara að því. Þá ákváðu þeir að Bruce Lee og ungur kínverskur meistari.skyldu berjast. Ef Bruce tapaði fyrir honum myndi hann ekki mega kenna aftur en ef hann sigraði þá réði hann sjálfur hvað hann gerði.
Bardaginn byrjaði þannig að Bruce Lee spurði hvort að ungi Kínverjinn væri tilbúinn og um leið og hann sagðist vera tilbúinn þá kýldi Bruce Lee hann 4 sinnum í andlitið án þess að mótherji hans náði að hreyfa sig. Síðan hljóp mótherji hans út um allan sal og Bruce á eftir honum. Þegar Bruce náði honum, felldi hann kínverjann í gólfið og kýldi hann nokkurm sinnum. Spurði hann síðan hvort hann vildi gefast upp og ungi kínverski meistarinn varð að láta í minni pokann fyrir Bruce Lee. Bardaginn tók 3 mínútur en Bruce var ekki ánægður með það. Þannig að hann byrjaði að búa til sinn eiginn bardagastíl sem heitir Jeet Kune Do.
Í kjölfarðið æfði hann meira og meira. Í einu viðtali er hann var spurður um hans bardagamáta, þá sagði hann: „Ég óttast engan andstæðing fyrir framan mig, ég er mjög sjálfsöruggur, og þeir angra mig ekkert. Og, ef ég þarf að slást, eða gera eitthvað, þá er ég búinn að gera upp huga minn þannig að, elskan mín, þú hefðir betur átt að vera búinn að drepa mig áður en ég næ þér. Ef ég á að segja sannleikann þá gæti ég gengið frá hverjum sem er í heiminum.“
Seinna fékk hann boð um að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Green Hornet, eftir að framleiðendurnir (sömu framleiðendurnir og gerðu Batman þættina) höfðu séð hann gera sýningaratriði á einhverju karatemóti. Hann lék þar Kato sem var alltaf með grímu fyrir augunum og var það hlutverk hans að slást. Bruce sagði síðar í viðtali að hann hafi ekki verið ánægður með þetta vegna þess að honum leið eins og hann væri bara eitthvað vélmenni í þessum þáttum. Hann lék síðan í öðrum þáttaröðum þar sem meistarinn fékk þó að tjá sig svolítið.
Bruce Lee var ekki bara einn besti bardaglistamaður allra tíma, Hong Kong cha-cha-cha meistari og leikari. Hann var líka heimspekingur og að horfa og hlusta á viðtöl við Bruce Lee er ótrúlega fræðandi því allt sem hann sagði var svo úthugsað. Hann skrifaði líka fullt af frábærum bókum. En hann hafði reyndar einn galla sem hann var mjög ósáttur við, en það var að hafa ekki stjórn á skapi sínu.
Árið 1971 flutti hann aftur til Hong Kong, þar sem hann fékk boð um að leika í tveimur myndum. Önnur hét “The Big Boss” og sú seinni “Fists Of Fury”. Báðar þær myndir slógu öll aðsóknarmet í Asíu og Bruce Lee varð stjarna og hetja allra þar á bæ.
Í einu viðtalinu sagðist Bruce ekki þolda orðið “superstar”: „Orðið „stórstjarna” drepur mig virkilega niður og ég ætla að segja þér hvers vegna. Vegna þess að orðið stjarna er hugarburður, það er bara eitthvað það sem fólkið kallar þig, þú ættir frekar að líta á mann sem leikara, þú yrðir mjög ánægður ef einhver segði : „hei! þú ert súper leikari maður!“ Það er miklu betra heldur en stórstjarna”
Árið 1972 skrifaði Bruce Lee handritð af myndinni “The Way Of The Dragon”. Í þeirri mynd lék Bruce aðalhlutverkið, leikstýrði myndinni og framleiddi hana. Og auðvitað fór sú mynd á toppin líka. Þetta vakti svolitla athygli í Bandaríkjunum þannig að Hollywood risafyrirtækið Warner Bros bauð honum aðalhlutverkið í Hollywoodmyndinni “Blood And Steel”, sem var síðar nefnd “Enter The Dragon”. En sú mynd var tekin í Tælandi. Þessi tími var mjög erfiður fyrir Bruce Lee þar sem allir vildu slást við hann og var alltaf verið að spyrja hann: „Hei Bruce! ertu svona góður í alvörunni?“. Hann svaraði því þannig, „sko, ef ég segi að ég er svona góður þá segið þið örugglega að ég sé að monta mig, en ef ég segi að ég er ekki svona góður, þá vitið þið að ég er að ljúga”.
Einn daginn sem Bruce Lee var í tökum á myndinn, kom gamall vinur hans og spurði hvort hann væri að æfa eitthvað. Bruce Lee sat þá í stól, stökk upp úr honum, fór úr að ofan spenti einhvern skrýtinn vöðva og sagði vini sínum að kýla í þetta. Hann gerði það “…og það var eins og að kýla í einhvern hlut úr tré”, þessi vöðvi á honum voru svo harður. Bruce sagði svo við hann að hann hafi verið að gera einhverjar sérstkar æfingar fyrir þenna vöðva, sem var mjög gott vegna sumra sparkra.
Þremur vikum áður en Enter The Dragon var frumsýnd, féll Bruce Lee, 32 ára í dularfullt dá og lést áður en hann komst á spítlala. Öll heimsbyggðin fékk sjokk, enginn trúði þessu og allt fór í bál og brand. Bruce Lee dó úr heilablóðfalli en engnn veit afhverju hann fékk það. Sumir segja að það hafi verið út af höfuðverkja pillu sem hann tók rétt áður en hann dó. Aðrir segja að hann hafi bara æft of mikið og enn aðrir segja að hann hafi fengið þungt höfuðhögg. En þetta var ráðgáta og er enn. Nokkrum vikum áður en Bruce Lee dó hafði hann farið í læknisskoðun og þá hafði læknirinn sagt að hann væri með líkama á við 18 ára strák.

Það sem Bruce Lee gerði á þessum rúmum 32 árum sem hann lifði var hreint ótrúlegt. Hann bókstaflega brúaði bilið milli austursins og verstursins og var frábær fyrirmynd fyrir alla. En eitt að lokum sem Bruce Lee sagði alltaf: „Það er ekki nóg að vita eitthvað, við verðum líka að geta framkvæmt það. Viljin er ekki nóg við verðum að æfa.“ Ég gæti skrifað miklu, miklu meira hann, en einhvertíma verður þetta að taka enda.

“Sá sem veit ekki og veit ekki að hann veit ekki, hann er fífl – Forðist hann.
Sá sem veit ekki og veit að hann veit ekki, hann er einfaldur – Kennið honum.
Sá sem veit en veit ekki að hann veit, hann er sofandi – Vekið hann.
Sá sem veit og veit að hann veit, hann vitur – Fylgið honum.”
Bruce Lee
*************************