Þar sem menn virðast vera í fíing fyrir greinar um merka
bardagamenn þá er einn maður sem á svo sannarlega skilið
aðeins meiri athygli þannig að ég ákvað að skrifa dálítið um
hann.
Andy Hug - Bláeygði Samúræinn
1964-2000
Andy Hug fæddist 7. September 1964 í þorpinu Wohlen í
Sviss. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann á
munaðarleysingjaheimili vegna þess að móðir hans gat ekki
séð um hann af einhverjum ástæðum. Þegar hann var
þriggja ára tók amma hans hann að sér.
Vegna þess að hann var munaðarleysingi varð hann fyrir
aðkasti skólasystkina sinna og var lagður í einelti. Vinur
hans mælti með því að hann legði stund á Karate svo að
hann gæti varið sig gegn hrekkjusvínum. Þegar Andy var 10
ára byrjaði hann að æfa Karate og var fljótt afar góður.
Sem unglingur var hann orðinn svo skæður að
Karatesamband Sviss breytti reglunum um aldurstakmörk
svo að hann gæti keppt með fullorðnum í landsliðinu fyrir
hönd Sviss. Andy vann mótið auðveldlega.
19 ára gamall fór Andy Hug í fyrsta skipti til Japan til að keppa
á 3ja Opna heimsmeistaramótinu í Kyokushin Karate árið
1983. Hann varð ástfanginn af landi og þjóð, ástarsamband
sem átti eftir að endast til æviloka. Eftir að hafa vakið mikla
athygli þá sló hann endanlega í gegn á 4ða Opna
Heimsmeistaramótinu 1987. Þar sigraði hann heimsfræga
Karatemenn á borð við Masuda og Ademir Da Costa frá
Brasilíu og mætti Japönsku goðsögninni Musashi í
úrslitunum. Almennt er talið að viðureign þeirra hafi verið
besti Kyokushin bardagi allra tíma - tveir meistarar, annar á
hátindi hæfileika sinna og hinn ungur og ótrúlega efnilegur.
Hug var fyrsti Evrópumaðurinn til að komast í úrslitin, og var
viðureignin hnífjöfn allann tímann, en Musashi hafði sigur að
lokum.
Ári síðar varð Hug fyrsti International Super-Cup meistarinn
þegar hann vann kenji Midori í Sviss
Árið eftir það varð hann Evrópumeistari í þungaviktarflokknum
í annað skiptið.
Árið 1992 flutti hann sig un set frá Kyokushin yfir í Seidokaikan
Karate og byrjaði að taka þátt í K-1 keppninni þar sem hann
átti eftir að verða súperstjarna í Japan.
Styrkur tækni og ekki síst persónuleiki Andy Hug gerði það að
verkum að andstæðingar hans og almenningur í Japan bar
mikla virðingu fyrir honum. Kancho Ishii, eigandi K-1 og
topklassa Karatemaður á sínum tíma orðaði það svona:
“Ástæðan fyrir því að fólk í Japan líkar við Andy er að hann
hefur eiginleika sem að það virðir: Stórt hjarta, örlæti, styrkur
og járnvilji”
Þessir eiginleikar voru taldir almennt af skornum skammti hjá
vestrænum bardagamönnum á þessum tíma. Segja má að
munaðarleysinginn Andy Hug hafi loksins verið tekinn í fóstur;
af Japönsku þjóðinni í heild
Þó svo að hann hafi verið búsettur í Japan um árabil fór hann
alltaf heim til Sviss einu sinni á ári til að taka þátt í K-1 Fight
Night mótinu í Zurich. Á árunum 1995-2000 tapaði hann ekki
einum einasta bardaga í Sviss, og vann marga af bestu og
frægustu K-1 keppendum allra tíma, menn á borð við Peter
Aerts(2x K-1 heimsmeistari), Mike Bernardo frá Suður-Afríku,
Stefan Leko frá Þýskalandi og Mirko Filipovic(Crocop) frá
Króatíu.
Allir mótherjar hans voru sammála um að Hug væri hinn eini
sanni járnmaður því að hann sótti að þeim alla lotur, allann
tímann og hægði aldrei á sér eða barðist varnarlega.
Úthald hans var með hreinum ólíkindum.
Í byrjun ágúst 2000 fór Andy Hug að finna fyrir hitaköstum og
blóðnösum og fór til læknis í Sviss. Þeir fundu ekkert að
honum svo að hann flaug til Japan til að hefja þjálfun sína fyrir
K-1 Grand Prix 2000 keppnina. Þremur dögum eftir að hann
kom til Japan missti hann meðvitund og var fluttur á
sjúkrahús.
Þar kom í ljós að hann var með æxli í hálsi sem að var
afleiðing af bráða-hvítblæði, sem er afar skæður og oft
banvænn sjúkdómur.
Hug fór straks í lyjameðferð en það var of seint. Andy Hug dó
24 ágúst 2000. Hann var 35 ára gamall.
Peter Aerts, K-1 fighter og góðvinur Hug var einnig á
sjúkrahúsinu þegar Andy dó, í skoðun vegna bakmeiðsla og
fékk svo mikið áfall að hann var óviðræðuhæfur af sorg í tvo
tíma. Í sjónvarpsviðtali seinna um kvöldið strengdi hann
þess heit að hann myndi vinna Grand Prix keppnina til
heiðurs Andy Hug.
Fleiri keppendur fylgdu í kjölfarið og að lokum var ákveðið að
keppnin í heild sinni myndi verða tileinkuð Andy Hug. Hluti
gróðans af henni fór til Ilyonu, fyrrverandi konu hans og Seya
Hug sonar hans sem var einungis fimm ára þegar faðir hans
lést.
Kista hans var borin af mönnunum sem hann hafði mætt í K-1
hringnum, mönnum á borð við Francisco Filho, Nicolas
Pettas, Nobukai Kakuda, Sasaki og fleirum
12.500 manns fylgdu Andy Hug til grafar.
Listi yfir titla og afrek Andy Hug(ekki tæmandi listi, bara
hápunktarnir)
UKF World Superheavyweight Champion
WMTC World Super Heavyweight Champion
WKA World og European Muay Thai Super og Heavyweight
Champion
Kyokushin Super Cup Champion
K-1 Grand Prix Champion 1996
K-1 Finalist 1997 og 1998
Seidokan Karate World Open Champion
2x Kyokushin European Cup Champion
4th World Open Kyokushin Tournament Finalist
Heimildir: Kyokushinmail.com