Í 70 mínútum áðan (14 mars) var Bubbi gestur þar og þeir byrjuðu að tala um allt þetta rugl í HR. Hann byrjaði á því að líkja skipuleggjundum keppninnar við smákrakka og sagði síðan að það skemmdi ímynd boxins að hafa Muay Thai og frjálsan bardaga. Síðan fór hann að lýsa þessum íþróttum og ég held að hann hefði betur sleppt því…
Hann sagði að frjálsi bardaginn væri svokallaður “CAVEFIGHT” já hann sagði caVe, hvernig ætli cavefight bardagar fari fram? er þáttakendum í bardaganum skuttlað uppí landnámshelli og látnir berjast? Því að Cavefight þýðir fyrir þá sem eru slappir í enskunni Hellisbardagi, hann Bubbi var líklega að tala um cagefight eða búrabardaga en þó svo að hann hefði sagt það þá hefði það ekki verið öllu skárra því ég sá nú ekkert búr í laugardagshöllinni. Síðan fór hann að lýsa því hvernig þessir “cavefight” bardagar færu fram og sagði hann ásamt Simma (sem hefur líklega sett heimsmet í að sleikja rassgatið á Bubba í kvöld) að í þeim bardögum væru nákvæmlega engar reglur og það eina sem má ekki er að drepa andstæðinginn, já…það er nú gott að það má ekki drepa andstæðinginn…mikið er hann Bubbi fróður um þessi mál…
Nú á morgun verður allt kvöldið sýnt og hlakka ég mjög til að sjá Freefight bardagann og mun fremur að sjá Árna represanta íslensku þjóðna með stolti, því að ég veit annað en Bubbi nokkur Morthens að Muay Thai og Freefighting er ekki rómversk Gladiator sýning heldur drengilegar og stórskemmtilegar íþróttagreinar!