Seinni dagur í Tallin.
Andri Sveinsson, Fylki, keppti í -70 kg. flokki juniora í dag, sunnudag. Hann lenti á móti Eistneskum landsliðsmanni og tapaði í framlengingu eftir hrikalegan heimadóm. Norðmenn og Svíar voru sammála okkur um að dómararnir í dag hafi verið með slakara móti, t.d. fengu Svíar í gegn að endurtaka viðureign eftir að henni var lokið sem er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. En svona er þetta stundum. Þegar á heildina er litið þá hefur ferðin verið góð reynsla og núna munu Íslendingarnir vega og meta hvað hægt verður að gera betur. Þess má einnig geta að Allan Busk, landsliðsþjálfari, mun verða með æfingabúðir á Íslandi eftir tvær vikur, helgina 14. til 16. mars n.k.