Þá er komið að því. Opna franska meistaramótið, sterkasta júdómótið í heiminum sem haldið er árlega, er núna um helgina. Íslendingar eiga þar tvo keppendur; Vernharð Þorleifsson í -100 og Bjarna Skúlason í -90. Þeir keppa báðir á sunnudag.
Bjarni situr hjá í 1. umferð, en í 32-manna úrslitum mætir hann að öllum líkindum heimamanninum og núverandi heimsmeistara, Frederic Demontaucon. Hann djöfullegur tomoe-nage-maður. Enginn happadráttur hjá Bjarna, enda erfitt að lenda í aumingja á Opna franska.
Venni situr einnig hjá í 1. umferð, en í 32-manna úrslitum mætir hann núverandi Evrópumeistara, Elco Van der Geest frá Hollandi. Venni er ekki vinsæll í Hollandi eftir að hann sleit löppina af Ben Sonnemans fyrir síðustu Ólympíuleika og vonandi nær hann bara að nota reiðina gegn honum. Mér er efst í huga þegar ég sá hann (Elco) fara að skæla A-mótinu í Hollandi 1998, því pabbi hans (og þjálfari þeirra bræðra) skammaði hann eins og óður hundur fyrir að tapa eins og auli. Þá var hann reyndar bara krakkaskratti.
Hægt er að fylgjast með mótinu nánast ‘live’ á:
http://www.judo-world.net/super_a/paris2003/menue.p hp?modus=1024&sprache=english