Ég ákvað að skella inn smá grein til að taka púlsinn á þessu hvort það væri áhugi fyrir því að fá ágætis BJJ mann til Íslands að kenna smá BJJ seminar.
Það er maður sem er á sama msg board og ég sem er kannski á leiðinni til Íslands, og hann spurði mig hvort það væri einhver áhugi fyrir því að hafa eitthvað BJJ seminar hérna á meðan hann vær á klakanum. Hann nefndi engin verð en það verður líklega frekar ódýrt á BJJ mælikvarða (sem er reyndar frekar dýrt sport) þar sem hann er “bara” fjólublátt belti (tekur oftast 4-6 ár að fá það).
Þessi maður er MJÖG klár, hann var í fyrsta sæti núna um daginn í Advanced No-Gi division á NAGA (North American Grappling Association), og er núna í næsta mánuði að keppa í 8 manna ofur riðli í Grapplers Quest (keppir þar á móti nánast bara svartbeltingum, verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig).
Hann er s.s. purple belt undir Lloyd Irvin, sem mig MINNIR (ég gæti verið að rugla) sé svart belti undir Renzo Gracie, þannig þetta er enginn aukvisi sem er að koma hérna, en hann er heldur ekkert bestur í heiminum :) Hefur verið að vinna ýmsar keppnir en hefur ekki ennþá unnnið “Major” keppni (Pan-Ams/Arnolds/Mundials). Svo minnir mig að hann hafi líka keppt (og unnið) í einum MMA bardaga.
Það sem ég var að pæla hvort það væri ekki eitthvað félag sem hefði áhuga á að fá hann til að halda eitthvað létt seminar, kannski Jiu-Jitsu fólkið hefðu áhuga, eða hugsanlega Judo mennirnir (hann æfir oftast með Gi held ég þannig hann ætti að hafa mikið fram að færa).
Hann nefndi ekkert verð en ég held að það sé hægt að gera ráð fyrir eitthvað á bilinu 30-50$ (á núverandi gengi um 2500-400kr) á haus (gæti verið hærra/lægra, er ekki með neitt fast verð).
Hvernig er það? Er stemning fyrir þessu? :) Þyrfti að vera einhver hópur til að þetta borgi sig.