“Háttvirtum” Bubba Morthens barst til eyrna að fyrirhuguð væri kickbox keppni sem partur af stóru boxmóti sem fyrirhugað er í Reykjavík í byrjun mars, Bubbi sem hefur það meðal annars fyrir atvinnu að lýsa atvinnumannaboxi þar sem menn er barðir út og suður norður og niður (ekki það að ég vilji ekki atvinnubox mér finnst að það eigi að lögleiða það) byrjar á því að hringja í Íþróttasamband Íslands og væla út af þessu.
Hver er ástæðan? jú, ekki er átlunin að sýna mótið á sýn, þetta er náttúrulega ótrúlega úr karakter hjá manninum (og þó).
Skilaboðin frá Bubba eru að honum finnist ekki viðeigandi að menn stundi kickbox eða sýni á Íslandi. Ótrúlegur andskoti, hvað næst ætlar hann að ganga í lið með Kolbrúni Halldórs og fara fram á að iðkun þess verði bönnuð? Stöndum vörð um frelsið, það tók okkur nógu langan tíma að fá boxið leyft aftur, bjór var ólöglegur til 1989 ef ég man rétt, það er komið nóg af boðum og bönnum á klakanum.
Látum svona rugl ekki viðgangast!