Ég gat ekki orða bundist þegar ég sá að Khan hafði sent inn mynd af Kosei Inoue (JAP) kasta Stephane Traineau (FRA) með morote seoi nage. Það vill svo til að ég var viðstaddur þetta ásamt 14.000 manns í Bercy-höllinni í París. Þetta er geðveikasta glíma sem ég hef séð á ævinni; úrslitin í -100 kg. á Opna franska 2000. Ekki nóg með að hann skyldi svínkasta fjórföldum Evrópumeistaranum á heimavelli, heldur kastaði hann honum fyrr í glímunni með ótrúlegasta harai goshi sem ég hef séð, þar sem of mikill kraftur Japanans olli því að Frakkinn snerist í nokkra hringi í loftinu áður en hann lenti á hliðinni.

Þessi drengur, heimsmeistari og síðar á árinu Ólympíumeistari, er að mínu mati allra skemmtilegasti júdómaður heims. Ég minnist þess bara að einn maður hafi unnið hann eftir að hann varð að manni; Kovacs frá Ungverjalandi.

Menn fara í alveg sérstakan ham þegar þeir keppa við hann. Þeir byrja að sjálfsögðu á því að gráta ögn og svo fara hnén og hakan að skjálfa. Þegar þeir koma svo inn á völlinn þá reyna þeir allt til að forðast ótrúlegasta uchi-mata sem til er, sem framkvæmt er á stysta tíma sem til er.

Ég elska þennan mann,
Cornholio.