Frétt fengin af Taekwondo Ísland www.taekwondo.is
_____________________________________ _______________
Björn Þ. Þorleifsson fær B-styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ


Björn Þ. Þorleifsson fær B-styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ. Þetta er stór stuðningur fyrir Björn í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana 2004 í Aþenu. Styrkur Björns nemur 720 þúsund krónum, og er því um 60 þúsund kr. á mánuði út 2003. Björn er nú á leið til American Eagle Classic, taekwondomót sem haldið er í Denver Colorado, USA. Þar mætir hann meðal annars landsliði Bandaríkjanna, þannig að þetta er án efa sterkt mót. Björn Keppir í -78 kg flokki og síðast þegar hann keppti á þessu móti vann hann -72 kg flokkinn. Þjálfarar Björns í ferðinni verða Master Kyung Sik Park og Jón Ragnar Gunnarsson. Björn mun einnig taka þátt í Opna Belgíska, Opna Þýska og Opna Hollenska sem öll fara fram á tímabilinu febrúar til apríl.

Nánari upplýsinar eru á heimasíðu www.taekwondo.is