Talsverður áhugi virðist vera á svokölluðu MMA eða Mixed Martial Arts hérlendis. Í fljótu bragði sýnist mér að áhuginn sé fyrir hendi til að stofna til félagsskapar sem leggur stund á þetta sport.
Þar sem MMA er ekki íþrótt innan ÍSÍ og þar af leiðandi ekki styrkhæf til húsaleigu o.þ.h. vil ég leggja fram hugmynd um að stofna til slíks félagsskapar innan fyrirliggjandi íþrótta, t.d. TKD. Í TKD er æfður svokallaður Cha Yu derjan sem þýðir einfaldlega “frjáls bardagi”. Ef áhugi er á slíku væri athugandi af minni hálfu að útvega stað og stundir fyrir þesslags iðkun, þá undir merkjum íþrótta innan ÍSÍ.
Í byggingu er stærsta íþróttahús landsins í Grafarvogi, Egilshöllin. TKD-deild Fjölnis mun að öllum líkindum fá þar sal sérstaklega ætlaðan bardagaíþróttum með aðgang að annarri þjónustu í húsinu, eins og líkamsræktarstöð, gufuböðum, o.fl..
Í stuttu máli; ef áhugi er fyrir hendi hér á Huga að taka þátt í smá hugstormun um þetta mál með mér þá er ég til í það.
“Er áhugi fyrir föstum MMA-æfingum 2-3x í viku auk mótahalds seinna meir?”
Áhugasamir svari hér eða hafi samband við mig beint
SeungSang